A site about nothing...

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Loksins er maður tengdur aftur við umheiminn.

Það leit út fyrir áðan að Ísland væri að klúðra þessu en með innkomu Rolands og betri vörn þá gekk þetta allt saman upp og möguleikinn á að spila um 4 efstu sætin eru ennþá til staðar. Við vorum nokkur saman að horfa á leikinn og voru menn með mismunandi kenningar um afhverju lukkan hafði snúist í lið með okkur. Unnur vildi eigna sér það að Patti tók sig til og skoraði nokkur mörk í röð, því að hún sagði að hann hefði verið lélegur og Gulli fór aftur í peysuna sína. Ísland var undir og svo tóku þeir soldið kombakk og þá varð Gulla ansi heitt í hamsi og fór úr peysunni. Þá gekk Íslendingum ekki nógu vel og lentu undir aftur, þá ákvað Gulli að fara aftur í peysuna og viti menn, við unnum. Næst er það do or die leikur á móti Spánverjum og það mun verða gríðarleg spenna. Þannig að nú verður Unnur að segja að þeir spili allir illa og Gulli að vera í peysunni ef við ætlum að eiga einhvern möguleika