A site about nothing...

sunnudagur, janúar 26, 2003

Hversu leiðinlegur var Ísland-Qatar leikurinn? Hann var verri en Ísland-Ástralía og þá er nú mikið sagt. Qatar spilaði með varaliðið sitt, því næsti leikur á mót Grænlendingum er do or die fyrir þá og Ísland var að lulla allan leikinn, Gummi varði ekki baun og vörnin svona svona. Í dag verður hinsvegar besti leikur riðlakeppninnar þegar við mætum Þjóðverjum. Maður getur búist við mikilli spennu í þeim leik, enda hefur okkur gengið ágætlega gegn þjóðverjum undanfarin ár.

Sökum þess að síminn rústaði tengingunni heima hjá okkur hef ég ekkert komist á netið til að blogga, eða ná mér í upplýsingar varðandi lærdóminn. Það er ekki laust við að fráhvarseinkenni séu farin að koma fram en þetta verður vonandi lagað á morgun. Þetta kom samt á vondum tíma því bæði ég og bróðir minn þurftum að nota netið, hann til að vinna og ég til að læra, fjandans Sími.