A site about nothing...

þriðjudagur, janúar 21, 2003

Lag vikunnar þetta skiptið er I´m so tired með fugazi, snilldarlag. Fugazi eru annars þekktir fyrir að vera með mjög hart rokk, ólíkt þessu og því gaman að sjá að þeir búi yfir fjölbreytni. Þeir komu hérna einhvern tíma fyrir svona 5-6 árum minnir mig og héldu tónleika í húsnæði ríkisútvarpsins sem ku hafa verið mjög góðir.

Skipuleggjandi tónleika þeirra sem ég var að tala um var Kiddi í Hljómalind, en þess má geta að Kiddi er að hætta, aftur. Hljómalind er Mekka þeirra sem leggja lag sitt við að reyna að hlusta á eitthvað annað en það sem framreitt er fyrir þá af playlistum útvarpstöðva borgarinnar og þar hefur maður oft átt gott spjall við t.d. Kidda eða einhvern annan um tónlist og það bregst ekki að þeir geta fundið eitthvað sem maður fílar. Svo verður víst lok lok og læs útsala og þangað ætla ég, þ.e. ef ég á pening, því það er mikið af góðu efni þarna.

að lokum vil ég segja við Önund að ég hafði rangt fyrir mér um það sem við ræddum um á bókhlöðunni í kvöld.