A site about nothing...

mánudagur, janúar 13, 2003

Eftir að hafa baslað við að reyna að fatta út á hvað þetta Autocad forrit gengur út á um helgina þá loksins í dag kom það allt í ljós. Þá var farið í fyrsta verklega tímann og öllum mínum spurningum var svarað. Mér finnst þetta fag byrja mjög sterkt.
Stærðfræðigreining IIB hinsvegar er í ruglinu, eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, enda er sagt að þau sem komi úr MR fái mesta sjokkið eftir jól á fyrsta ári. Því þá er nánast allt nýtt fyrir þeim, það virðist vera sannleikurinn.

Hér með kunngjörist að Óttar hefi fjárfest í sjálfrennireið, rauðri að lit. Bílinn er nissan micra 97 módel og á að ferja drenginn í skólann og verða þess valdandi að hann haldi sér lengur inni í reykjavíkinni til þess að stunda námið betur því það verður nóg að gera þetta misseri. Í tilefni af þessu þá ákvað hann Óttar að gefa bílnum nafn(ennþá er möguleiki að koma með hugmynd að nafni en þetta eru þær hugmyndir sem hann fékk). Tvö nöfn eru líkleg þessa stundina. Annarsvegar höfum við:

Rauða Þruman (sökum þess að bílinn er rauður og ansi snar í snúningum)

eða

The Tarmobile (minnir mig á The Batmobile)

Annars eru allar hugmyndir vel þegnar og verða þær settar fyrir nefnd þegar að því kemur að velja endanlegt nafn.