A site about nothing...

föstudagur, janúar 10, 2003

Fyrsta vikan er liðin. Þetta stefnir í pakka sko. Læra alla daga vikunnar og svona ef maður ætlar að massa þetta. En ég var mjög latur fyrstu tvo dagana og lærði ekki neitt þannig að það gæti ráðið úrslitum, hvort ég nái eður ei.

Að kaupa notaðan bíl er mjög leiðinlegt skal ég ykkur segja. Ég er svona týpa sem vill bara gera hlutina á einum til tveimur dögum og þurfa svo ekkert að hugsa meira um það. En að kaupa bíl virðist ætla að taka lengri tíma. Sem betur fer eru nánast allar bílasölur í dag á netinu og maður getur leitað á þeim öllum samtímis sem styttir manni mjög þann tíma sem í þetta fer. Svo fer maður á aðrar síður og skoðar svona hvernig dóma bíllinn fær og hvað öðrum eigendum finnst um bílinn sem þeir eiga. Ég er t.d. milljón sinnum búinn að leita að bílum á netinu, grandskoða hvað þeir eru keyrðir, hvaða árgerð þeir séu hvað er sett á þá, hvað fylgi og svona. Svo finnur maður einhverja fer á söluna og skoðar hann, fær kanski að keyra og svona. En það er ekki nóg því þegar maður er kominn með bíl sem manni líst vel á þá þarf maður helst að fara með hann í söluskoðun og þá kemur kanski eitthvað í ljós sem eyðileggur áhugann( ekki vill maður þurfa að fara í viðgerðarpakkann strax) og þá hefst leit að nýju. Svo er alltaf spurning hvort maður versli við umboðin eða litlu sölurnar. Litlu sölurnar hafa að því er virðist meira úrval af svona bílum í minni katagóríu en á móti kemur að umboðin hafa yfirfarið sina bíla og þá losnar maður við að þurfa að láta skoða þá. Þetta er djössins hausverkur.

Ég varð fyrir sjokki í morgun þegar ég las í mogganum ástæðuna afhverju Britney og Justin hættu saman. Hún hélt framhjá honum!!! Ég sem hélt að hún væri bara saklaus ung stúlka sem væri ennþá hrein mey. En neihei þá kemur í ljós að hún hélt framhjá. Svo sagði hann líka að hann hefði átt þrjár kærustur minnir mig og þær hafa allar haldið framhjá honum. Gaurinn er greinilega ekki að standa sig.