Rauða þruman byrjaði ekki sterkt. Þannig var mál með vexti að sumardekk voru undir honum en umgangur af vetrardekkjum fylgdi, þannig að mitt fyrsta verk á bílnum var að drífa mig í því að láta skipta um og ég fór því til manns sem ég þekki sem á verkstæði. Þar var skipt um dekk og ég fær í flestan sjó. Svo morguninn eftir legg ég af stað í skólann og ég er varla kominn að fyrstu ljósum í nágrenni við heimili mitt þegar ég heyri eitthvað skrýtið hljóð, ég keyri aðeins áfram en ákveð svo að fara með bílinn inn á bílastæði og aðgæta þetta. Kemur ekki í ljós að það er sprungið annað framdekkið. Nú voru góð ráð dýr. Klukkan er kortér í átta að morgni og bifreiðaverkstæði ekki opið. Reyndar var ég ekki svo langt frá því. Þannig að það eina sem ég gat gert var að drífa í því að setja varadekkið undir til að fara á bifreiðaverkstæðið þegar það opnaði til að láta laga dekkið. Sem ég og gerði, þannig að ég fékk þarna pínu morgunleikfimi. En einhversstaðar segir, fall er faraheill og ég vona að það eigi við um þetta.
fimmtudagur, janúar 16, 2003
|
<< Home