A site about nothing...

mánudagur, janúar 20, 2003

Var inni á Select áðan og þar var Bylgjan í gangi og það var verið að lýsa leiknum. Þetta var undir lok leiksins og fyrir löngu síðan ljóst hvert stefndi, í þessu tilviki 40 marka sigur, þann stærsta hjá Íslandi frá upphafi. En það sem mér fannst svo merkilegt við þessa lýsingu var það að lýsandinn var ennþá gríðarspenntur þegar Ísland komst í gegn eða skoraði. Hann æsti sig alltof mikið miðað við það að við vorum að rústa þessum leik. Mér fannst það fáránlegt. Annað fáránlegt er það að hvernig gat Curb your enthusiasm unnið Golden Globe verðlaun sem besti þátturinn? Þessi þáttur er ekki einu sinni skuggi af Seinfeld, en aðalleikarinn var framleiðandi og rithöfundur að þeim þætti og er víst vel efnaður eftir það. Það sem ég hef séð af þessum þætti er mjög slæmt, alls ekki fyndið. Þetta er svona Seinfeld brandarnir en bara ganga ekki upp.