A site about nothing...

mánudagur, nóvember 03, 2003

vá langt síðan ég bloggaði.
Á föstudaginn var farið í haustferð hjá Vélinni. Farið var á Suðurnesin í þetta skiptið. Fyrst var kíkt í raforkuver í Svartsengi, sem var so and so, þaðan var farið í sund í Grindavík sem var bara heavy næs, sitja í pottinum að chilla. Svo fórum við í fyrirtæki sem sér um viðgerðir á flugleiðavélunum. Það var mjög gaman. Við fengum að skoða flugvél sem var í skoðun og príla út um allt á henni, standa á vænginum, fara inn í flugvélina á saga class og þar í kring. Bara skoðuðum hana í krók og kima. Svo fórum við í matsalinn hjá fyrirtækinu og Vélin kom með bjór, samlokur og snakk og fólk hélt áfram að drekka og skemmta sér. Fólk var soldið í drykkjuleikjum og var vinsælasti leikurinn þannig að settur var spilastokkur ofan á eitthvað ílát og svo átti fólk að blása spilin af. Sú manneskja sem blés seinasta spilið af átti að þamba glas af bjór. Það varð gríðarstemmning í þessum leik og sumir sýndu meistaratakta. Frá þessu fyrirtæki var haldið í höfuðborg íslands, Hafnarfjörð þar sem sveittur borgari var snæddur á Gaflinum. Sumir gleymdust í Firðinum og fengu ekkert að borða, lesist Davíð Þór Tryggvason. Úr Firðinum fóru allir á Hverfisbarinn þar sem stemmningin hélt áfram eitthvað fram eftir nóttu. Helvíti fín ferð bara í alla staði.

Fór á Kill Bill á laugardaginn, helvíti töff mynd sko. Það var einhver gaur í bíó með furðulegasta húmor sem ég veit um. Hann hló alltaf að atriðum sem enginn hló að, og svo hátt að allir heyrðu. T.d. ef einhver missti höfuðið skellti hann upp úr og fleira í þeim dúr. Svo ætlaði ég aftur í bíó í gærkvöldi á Scary Movie 3, en í þann mund sem ég labba að miðasölunni, þá kemur upp miði sem stendur að það var orðið uppselt. Þannig að ég leigði bara Confessions of a dangerous mind. Hún var góð en ekki jafngóð og ég hélt að hún væri.

Bjó til litla myndasíðu með allskonar myndum um helgina, hana má nálgast á www.hi.is/~ottarv og velja myndir í listanum til vinstri.