Gaman að skoða statistikina sem teljari lætur manni í té. T.d. getur get ég séð þar að mánudagar og fimmtudagar, báðir með 16% heimsókna, eru þeir dagar sem flestir skoða síðuna, þ.e. mest hefur verið um heimsóknir á þeim dögum. Kanski endurspeglar það að fólk heldur að maður bloggi hvað var að gerast um helgina á sunnudagskveldi og svo bloggi maður hvað maður ætli að gera um helgina í lok vikunnar.
Nú ef maður pælir í því hvaða tíma dags fólk skoðar síðuna þá sé ég að klukkan 14, 18 og 19 eru efst með 7% heimsókna. Ég veit ekki hvort þetta sé miðað við íslenskan tíma. Ef þetta er miðað við íslenskan tíma þá er merkilegt að 4% heimsókna voru milli 5 og 6 á morgnana.
Svona er nú statistíkin mögnuð.
Nú er rétt rúmur klukkutími í leik Chelsea og Man. Utd. og ekki laust við að spennan sé að magnast. Þetta verður rosalegur leikur og er ég svolítið hræddur um afdrif minna manna, þ.e. Man. Utd.
Klára Artemis Fowl bók númer 2 í gær. Fín lesning, þægilegt að lesa eitthvað sem tengist ekki námsefninu. Svo er hún tiltölulega fljótlesin líka þannig að það er bara plús.
Nú ef maður pælir í því hvaða tíma dags fólk skoðar síðuna þá sé ég að klukkan 14, 18 og 19 eru efst með 7% heimsókna. Ég veit ekki hvort þetta sé miðað við íslenskan tíma. Ef þetta er miðað við íslenskan tíma þá er merkilegt að 4% heimsókna voru milli 5 og 6 á morgnana.
Svona er nú statistíkin mögnuð.
Nú er rétt rúmur klukkutími í leik Chelsea og Man. Utd. og ekki laust við að spennan sé að magnast. Þetta verður rosalegur leikur og er ég svolítið hræddur um afdrif minna manna, þ.e. Man. Utd.
Klára Artemis Fowl bók númer 2 í gær. Fín lesning, þægilegt að lesa eitthvað sem tengist ekki námsefninu. Svo er hún tiltölulega fljótlesin líka þannig að það er bara plús.