A site about nothing...

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Núna ligg ég undir feld og ákveð hvort ég eigi að skrá mig úr aflfræði og taka þess í stað efnafræði því ég veit svona nokkurn veginn að eins og ég er staddur í dag þá er ég ekki að fara að ná þessu prófi um jólin. Þar fyrir utan þá hef ég minni tíma en ég hélt upphaflega til að læra fyrir það. Ef ég tek efnafræðina þá hef ég fleiri daga, en á móti kemur að ég hef ekki gert neitt í henni í haust. En fólk segir mér að þetta sé menntaskólaefnafræðin og maður ætti að geta þetta. Þetta er hausverkur minn þessa dagana.
Ég held ég sé kominn með nýjan kæk. Ég er farinn að láta braka í hryggjarliðnum eða eitthvað álíka, þ.e. svona halla hausnum og þá kemur brak oftar en ég gerði hér áður fyrr. Þetta er væntanlega að hluta til komið vegna vöðvabólgunnar sem er að drepa mig þessa dagana og ég verð að fara að taka betur á henni því þetta er helvíti óþægilegt. Liður í því er að nota eitthvað deep relief krem sem maður ber á húðina þar sem vöðvabólgan er. Lyktin af þessu er víst kamfóru lykt og minnir mig á svona myntulykt einhverja svo er tilfinningin svona eins og manni sé rosalega kalt á því svæði sem kreminu er borið á.