Ég er búinn að vera óttalega þurr í hálsinum í dag, eiginlega skraufþurr. T.d. ef ég hef ætlað að kyngja munnvatni þá bara er eins og það sé ekki hægt og ég finn svona óþægindartilfinningu í hálsinu. Einnig er eitillinn öðru meginn eitthvað bólginn og þá spurning hvort þetta sé hálsbólga eða einhver annar álíka óþveri.
Föstudagurinn verður magnaður. Þá stefni ég á það að mæta í Smáralind og fara í röð til að krækja mér í miða á Muse, það getur verið að fleiri ætli með mér og fagna ég því auðvitað enda hálfleiðinlegt að standa einn í einhverri röð. Reyndar er dagsetning tónleikanna ekki eins og best verður á kosið en maður verður bara að vera duglegur dagana fyrir.
Föstudagurinn verður magnaður. Þá stefni ég á það að mæta í Smáralind og fara í röð til að krækja mér í miða á Muse, það getur verið að fleiri ætli með mér og fagna ég því auðvitað enda hálfleiðinlegt að standa einn í einhverri röð. Reyndar er dagsetning tónleikanna ekki eins og best verður á kosið en maður verður bara að vera duglegur dagana fyrir.