A site about nothing...

föstudagur, nóvember 07, 2003

Síminn minn tók upp á því í vikunni að fara í fokk. Það lýsir sér þannig að loftnetið dettur inn og út, klukkan hægir á sér og batteríið tæmir sig fljótar en það á að gera. Þetta hefur áður gerst en það var ekki svo löngu eftir að ég fékk símann og var það lagað því ábyrgðin gilti. Núna vill svo heppilega til fyrir Og Vodafone að ábyrgðin mín rann út fyrir tveimur mánuðum og sjö dögum. Þannig að ef það þyrfti að laga símann kæmi það úr mínum vasa. Allaveganna þá fór ég á stúfanna í dag að athuga hvað gæti verið að og hvað það myndi kosta að laga þetta. Hátækni heitir þjónustufyrirtækið og fór ég fyrst þangað. Þar skoðaði ég gjaldskránna og sá að þetta yrði ágætis peningur ef ég setti símann í viðgerð, það eitt að skoða símann til að athuga hvað það myndi kosta símann var um 1000 kall. Konan sem var þarna kannaðist við þetta vandamál og sagði mér að hún hefði verið með gamalt símakort frá Tali en eftir að hún fékk símakort fra Og Vodafone hefði þetta lagast. Nú ég fer í Og Vodafone og tala við þjónustustúlku þar. Hún segir mér að þar sem ég er ekki skráður fyrir símanum heldur bróðir minn þurfi hann að koma á svæðið og sækja þetta kort eða þá að ég þurfi að fá umboð frá honum. Ég reyni eitthvað að malda í móinn en allt kemur fyrir ekkert. Svo fór ég í Kringluna með strákunum að kaupa gjöf og fer í Og Vodafone búðina þar til að athuga hvort ég gæti nálgast seinna meir þegar ég væri kominn með umboð þetta kort þar. Ég á sama samtalið við gaurinn sem vann þar og hann sagði mér að ég þyrfti að koma með umboð. Ég segi á móti að ég gæti falsað þetta umboð og komið með það og hann hafði nú engin svör við því. Anyways ég redda mér síðan þessu umboði, fer aftur í Kringluna og ætla að sækja þetta kort. Þá er mér tjáð að það verði 1000kr. Ég verð heldur hvumsa yfir þessu og þá sagði gaurinn að ég þyrfti ekki að borga fyrst ég væri búinn að koma tvisvar yfir daginn.

Það sem mér finnst merkilegast við þetta allt saman er það að aldrei í hin tvö skiptin sem ég fór í Og Vodafone búðina var mér sagt að ég þyrfti að borga fyrir þetta kort. Og einnig finnst mér fáránlegt að ég eigi að þurfa að borga fyrir eitthvað nýtt símakort bara af því að fyrirtækið breytti um nafn. Mér finnst það sjálfsagður hlutur að þar sem við erum viðskiptavinir með reikning og allt þarna að við myndum fá kortið ókeypis, það ætti bara að vera þannig fyrst það var verið að skipta þessu út og símar geti fúnkerað illa með það gamla í. Ég var reyndar heppinn og fékk mitt ókeypis en það var bara af því að ég lét það í ljós að ég væri ekki sáttur við þetta.
Lýkur hérmeð þessum reiðifyrirlestri mínum.