A site about nothing...

laugardagur, nóvember 08, 2003

Afmæli hjá Káka í gær og mikil stemmning þar. Við strákarnir gáfum honum þónokkuð veglega gjöf. Hann fékk bók um Pink Floyd þar sem allar myndir plötuumslaganna eru og um þær rætt ásamt fleiru, mjög vegleg bók. Svo fékk hann ferðakaffivél sem hann þarf bara að stinga í samband, hafa með sér kaffi og nálgast vatn og þá hellir vélin upp á einn bolla. Svo fékk hann bakpoka, bókina Herra Latur, sparígrís, backgammon spil, 2 glös sem á stendur, Beer helping ugly people have sex since xxxx, og eina svona bjórkönnu sem maður frystir. Eftir gott partý hjá Káka var farið í bæinn og voru sumir lengur en aðrir.
Það var verkleg æfing í örtölvu og mælitækni í morgun og það verður að segjast að það voru of margir í einu að gera þetta. Erfitt var fyrir kennarann að hjálpa öllum. Okkar hópur var úti á þekju og vissum við lítið hvað ætti að gera og vorum við meðal síðustu hópa til að klára. Eftir verklegu æfinguna fórum ég, Sjonni og Gbus til Sjonna að horfa á Arsenal-Tottenham og fengum okkur eina Dominos með. Ég varð svo svekktur að Tottenham skyldi tapa því þeir virkilega áttu það ekki skilið, að mér leið næstum eins og Man Utd hefði tapað.

Muse að koma. Dagsetningin hefði mátt vera betri en ég fer pottþétt. Spurning hvort maður skelli sér í röð á föstudaginn, mæti kanski svona 8 eða eitthvað og fæ vonandi miða.

Fyndið að í Idol er alltaf verið að tala um að þátturinn sé sendur út beint. Eins og t.d. í þættinum þar sem hinn brottvikni átti að syngja, var alltaf verið að tala um það í þættinum að þetta væri bein útsending og svona, en það vissu allir að gaurinn væri ekki með. Afhverju ekki að viðurkenna að þetta er ekki beint? Frekar fáránlegt.

Verkefni kvöldsins er að lesa tölvunarfræðibókina og kanski byrja á heimaverkefninu næsta.