A site about nothing...

mánudagur, nóvember 17, 2003

ÞVÍLÍKUR þáttur af Alias. Þessi þáttur var algjör bomba svo mikið er víst. Þátturinn byrjaði á einni flottustu byrjun sem ég hef séð, þar sem Jennifer Garner er tvisvar í heavy sexy undirfötum og sparkar í rassa. Svo var bara plottið þvílík bomba að maður var á nálum hvað væri að gerast. Það eru skemmtilegir tímar framundan í Alias, það er pottþétt.
Hefur einhver sem les þetta séð þættina hans Jamie Olivers, sem heita Jamie´s Kitchen? Ég hef bara séð brot og brot og mig langar að vita hvort það sé þess virði að taka þá upp og horfa á þá. Það sem ég hef séð hefur í það minnsta verið einkar áhugavert.
Það fer að líða að því að ég þurfi að gera upp hug minn hvað ég ætli að gera í námi mínu. Ég er að skoða alla valmöguleika og vonandi á morgun verður þetta komið á hreint.
Skutlaði dönskum frænda mínum út á flugvöll í dag. Hann skilur íslensku en við spjölluðum samt allan tímann á dönsku og það var mjög góð æfing að tala við hann því hann talar virkilega hratt eins og Kaupmannahafnarbúum er siður, þannig að þetta var svona létt kennslustund í að halda uppi samræðum og að skilja hvað var verið að segja. Á leiðinni heim var ég eitthvað lúinn þannig ég kom við heima hjá mér, fékk mér blund sem var þvílíkt góður og ég vaknaði endurnærður og fór svo í skólann.
Ég hef soldið mikið verið að hlusta á Muse upp á síðkastið enda eru þeir á leiðinni og ég á miða og ég held að þetta verði magnaðir tónleikar. Muse er að komast í hóp minna uppáhaldshljómsveita með því að gefa út hverja góða plötuna á fætur annarri.