A site about nothing...

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Var að lesa í liðnum Fólkið á mbl.is að Clay Aiken, gaurinn sem lenti í öðru sæti í American Idol hefði látið hafa það eftir sér að hann þoldi ekki heimilisketti. Nú PETA sem eru dýraverndunarsamtök þarna vestra bregðast hin verstu við og hóta að búa til auglýsingar sem gera grín að honum dragi hann ekki ummæli sín til baka og leggja einnig hart að honum að hann taki þátt í einhverju átaki þar sem kattaeigendur eru hvattir til að láta gelda kettina sína. Hversu fucked up er þetta. Má gaurinn ekki þola ekki ketti ef hann vill það. Mér finnst þetta fáránlegt af PETA.
Ég skil hreinlega ekki afhverju ég get ekki vaknað snemma á sunnudögum. Það er eins og það sé mér gjörsamlega ómögulegt að reyna að vera mættur í skólann klukkan 10. Það skiptir ekki einu sinni máli hvort ég hef sofið alveg 8 tíma nóttina áður, ég bara get ekki vaknað. Ég hef alveg trú á þvi að mér takist þetta í jólaprófunum en þar fyrir utan er þetta mér ómögulegt.
Hef verið að spila Fifa 2003 soldið núna, þessi leikur er þvílíkt skemmtilegur. Vonandi verður 2004 jafnskemmtilegur því ég fæ hann vonandi eftir helgi þegar Fjalli klárar að niðurhala hann af dc++.