Fáránleikar eru merkilegt fyrirbæri verður að segjast. Þarna mætir fólk, í fáránlegum búningum og keppir í fáránlegum íþróttagreinum, eins og t.d. að losa brjóstahaldara af með annarri hendi án þess að horfa á félaga sínum og sá labbar síðan, þegar brjóstahaldarinn er laus, með egg í skeið ákveðna vegalengd og hleypur svo tilbaka til félaganna þar sem næsta par tekur við. Nú ef maður tekur ekki þátt í þessu þá er það mjög merkilegt að vera þarna. Mér leið eins og ég væri að horfa á einhverja mynd eftir Lars Von Trier, kanski Idioterne2 eða eitthvað. En þetta var samt hin besta skemmtun og ekki skemmdi fyrir að maður þekkti sigurliðið.
Fyrr þennan sama dag, miklu fyrr, þá fór ég með Einari í Smáralind og vorum við mættir klukkan 7:20. Ari, Tumi og Martin höfðu mætt 7 og beðið í röðinni fyrir utan, því húsið var ekki opnað. Svo opnaði húsið klukkan 7:30 og þá tók við kapphlaup. Skífan hefur tvo innganga og því mynduðust tvær raðir. En svo kom einhver skúritas gaur og sagði að röðin ætti bara að vera öðru megin og liggja til hægri út frá búðinni. Þannig misstu margir sínum góða stað sem þeir höfðu náð. Þetta endaði þannig að Martin og Einar lentu í röðinni en ég, Ari og Tumi stóðum álengdar. Við þrír fórum síðan á Select þarna rétt hjá og strákarnir fengu sér pulsu en ég kók, svona til að vakna betur enda ekki oft sem maður vaknar klukkan 6:30 að sjálfsdáðum. En við fengum semsagt miða í stæði sem er ánægjuefni en það hefði nú ekki verið leiðinlegt að fá í sæti, en ég held að það hafa verið ótrúlega fáir miðar til í sæti.
Svo í dag fór ég að vinna í Smáralindinni. Það var ekkert of mikið að gera í búðinni sem var ágætt en það kom þvílík gella á seinasta klukkutímanum og hefði ekki verið leiðinlegt að hafa Hróar þarna með mér og við að keppast um að fá að afgreiða hana, svona til að halda áfram með það sem við gerðum í sumar.
Morgundagurinn stefnir svo í lærdóm og veitir ekki af, kanski maður blaði í gegnum efnafræði og sjái hvort það borgi sig að taka þann áfanga.
Að lokum vil ég segja að vonandi komast skotar ekki á EM, Holland er miklu skemmtilegra lið á að horfa spila fótbolta heldur en Skotland, sorry Tumi.