Í Kringlunni í dag keypti ég mér tjald fyrir útileguna um helgina. Við strákarnir ætlum að fara í Úthlíð og hafa það skemmtilegt þar og vonandi verður veðrið nú gott. Í fyrra rigndi eins og hellt væri úr fötu og flúðum við inn í Selið þá. En núna lítur út að veðrið verði sómasamlegt samkvæmt sumum veðurfréttamönnum en svona lala samkvæmt öðrum. Mér fannst það einkar fyndið að í fréttum sjónvarps var talað við einhvern á veðurfréttastofunni og spáin hjá þeirri stúlkukind var ekki upp á marga fiska, maður gat búist við rigningu og svona og skýjuðu veðri. Þvínæst horfði ég á veðurfregnir á stöð 1 og þá er veðurfréttarkonan að spá bara helvíti góðu veðri um helgina. Mér fannst þetta frekar fyndið að þetta skildi vera svona ólíkt á stuttum tíma.
fimmtudagur, júlí 31, 2003
Rakst á Andra Elfars í Kringlunni í dag og komst að því að hann hefði komist inn og verið efstur. Martin var í öðru sæti en ég veit ekki með hin. Það verður þónokkuð um MR-inga í næsta árgangi því einnig veit ég að Vaka komst inn, Einar Björgvins stórvinur minn sem ég óska sérstaklega til hamingju og Björg. Svo voru nýstúdentar úr MR eins og Árni Egill og vinur hans Friðrik Thor að mér skilst hafi líka báðir komist inn.
Í Kringlunni í dag keypti ég mér tjald fyrir útileguna um helgina. Við strákarnir ætlum að fara í Úthlíð og hafa það skemmtilegt þar og vonandi verður veðrið nú gott. Í fyrra rigndi eins og hellt væri úr fötu og flúðum við inn í Selið þá. En núna lítur út að veðrið verði sómasamlegt samkvæmt sumum veðurfréttamönnum en svona lala samkvæmt öðrum. Mér fannst það einkar fyndið að í fréttum sjónvarps var talað við einhvern á veðurfréttastofunni og spáin hjá þeirri stúlkukind var ekki upp á marga fiska, maður gat búist við rigningu og svona og skýjuðu veðri. Þvínæst horfði ég á veðurfregnir á stöð 1 og þá er veðurfréttarkonan að spá bara helvíti góðu veðri um helgina. Mér fannst þetta frekar fyndið að þetta skildi vera svona ólíkt á stuttum tíma.
Í Kringlunni í dag keypti ég mér tjald fyrir útileguna um helgina. Við strákarnir ætlum að fara í Úthlíð og hafa það skemmtilegt þar og vonandi verður veðrið nú gott. Í fyrra rigndi eins og hellt væri úr fötu og flúðum við inn í Selið þá. En núna lítur út að veðrið verði sómasamlegt samkvæmt sumum veðurfréttamönnum en svona lala samkvæmt öðrum. Mér fannst það einkar fyndið að í fréttum sjónvarps var talað við einhvern á veðurfréttastofunni og spáin hjá þeirri stúlkukind var ekki upp á marga fiska, maður gat búist við rigningu og svona og skýjuðu veðri. Þvínæst horfði ég á veðurfregnir á stöð 1 og þá er veðurfréttarkonan að spá bara helvíti góðu veðri um helgina. Mér fannst þetta frekar fyndið að þetta skildi vera svona ólíkt á stuttum tíma.
mánudagur, júlí 28, 2003
Veðurfræðingar á Íslandi eru ekki að gera góða hluti þessa dagana. Ekki fyrir svo löngu spáðu þeir bestu helgi sumarsins en það rigndi alla þá helgi. Nú í gær spáðu þeir rigningardegi í gær en hvað haldiði það var sól og blíða. Ekki að maður kvarti þegar sólin kemur í stað rigningarinnar. Í tilefni af sólinni skelltum við Ásta Sigga "kempa" á línuskauta í Nauthólsvíkina. Þetta er í fyrsta skipti sem ég renni mér þarna í Nauthólsvíkinni og almennt á almannafæri. Nauthólsvíkin og svæðið þar í kring er mjög hentugt í svona rennerí og virkilega gaman að renna sér þarna í svona góðu veðri eins og var í dag. Við byrjuðum hjá Nauthólsvíkinni og renndum okkur í átt að Seltjarnarnesinu enda er það léttari leið heldur en leiðin í átt að Kópavogi. Við fórum göngustíginn á enda og snerum svo við og tók þetta okkur um klukkutíma. Ég verð sáttari og sáttari við að hafa keypt mér þessa skauta enda er þetta snilldarhreyfing. Nú er bara að bíða eftir næsta tækifæri til að renna sér. Ef einhver lesandi vill skella sér á skauta þá endilega hafðu samband.
Núna er visareikningurinn kominn fyrir nýju getto faboulus vélinni kominn og reiknast mér til að við spörum tíuþúsundkall á þessu sem verður að teljast ágætt. Einnig reiknuðum við út í vinnunni hvað ein mjög góð vél myndi kosta úti og hér heima. Hér heima kostar hún um 120 eða 130 þúsund en ef hún er pöntuð að utan frá sama fyrirtæki og ég pantaði þá sparar maður 40 þúsundkall og þá er reiknað öll gjöld sem á hana falla og sendingarkostnaður. Annars held ég að málið sé bara að finna einhvern frænda eða eitthvað í Bandaríkjunum og fara í frekari mæli að panta hluti að utan og láta senda sér sem gjöf, þá losnar maður við tolla og þessháttar.
Núna er visareikningurinn kominn fyrir nýju getto faboulus vélinni kominn og reiknast mér til að við spörum tíuþúsundkall á þessu sem verður að teljast ágætt. Einnig reiknuðum við út í vinnunni hvað ein mjög góð vél myndi kosta úti og hér heima. Hér heima kostar hún um 120 eða 130 þúsund en ef hún er pöntuð að utan frá sama fyrirtæki og ég pantaði þá sparar maður 40 þúsundkall og þá er reiknað öll gjöld sem á hana falla og sendingarkostnaður. Annars held ég að málið sé bara að finna einhvern frænda eða eitthvað í Bandaríkjunum og fara í frekari mæli að panta hluti að utan og láta senda sér sem gjöf, þá losnar maður við tolla og þessháttar.
sunnudagur, júlí 27, 2003
Þetta hefur verið ansi viðburðarrík helgi. Á föstudaginn fórum við í helvíti góðan bolta úti á gervigrasinu hjá KR þar sem vel var tekið á því. Seinna um kvöldið fór ég í bæinn og hitti Kidda og Fjalarr því við ætluðum á tónleika. Tónleikarnir voru á Vídalín og voru djasstónleikar og góðir sem slíkir, einhverjir guttar úr tónlistarskólanum. Við náðum seinni helmingnum af tónleikunum. Þaðan fórum við svo í bæinn og litum við fyrst á nýja staðinn, Mujito sem er á fimmtu hæð hússins sem hýsir Apótekið. Staðurinn er voða snobblegur eitthvað og maður fer með lyftu upp á staðinn sem er reyndar soldið kúl. Staðurinn er fyrir svona 25 ára og eldri greinilega og voða skrýtinn fannst mér. T.d. var eitt herbergið í svona indversku þema, fólk sat á gólfinu, og það var vatnspípa þarna og herbergið hefði alveg getað verið notað í atriði úr mynd Kubricks Eyes Wide Shut, orgí atriði eða eitthvað þannig. Í þessu indverska herbergi var steiktasti maður kvöldsins. Hann sat í stól og var með handfrjálsan símabúnað í eyranum, eins og hann væri voða merkilegur. Hann var klæddur rauðum leðurjakkafötum og var ber að ofan. Fyrst við vorum þarna þá keyptu Kiddi og Fjalarr sér drykkinn sem staðurinn er nefndur eftir og hann smakkaðist bara nokkuð vel. Frá Mujito lá leið okkar á Prikið. Á leiðinni þangað hitti ég fyrrverandi samstarfskonu úr HP sem ég hafði ekki hitt í langan tíma og hún var ekki lítið ánægð með að hitta mig, faðmaði mig og kyssti í bak og fyrir. Svo sagði hún vinum mínum að hún elskaði mig og að þeir ættu að gæta mín. En það var gaman að hitta hana enda er hún algjör snillingur. Eitt sem mér fannst soldið merkilegt var hvað það var lítið af fólki í bænum. Maður þurfti eiginlega ekkert að bíða í röðum eða neitt þannig. Á Prikinu hittum við Vöku læknanema sem hafði fengið að frétta þá um daginn að hún hefði náð inntökuprófunum og var að fagna með vinkonu sinni henni Teklu sem náði líka. Svo fórum við frá Prikinu á Celtic sem er orðinn fastur punktur þegar maður fer í bæinn að hlusta á trúbadorinn. Við fengum helvíti gott borð sem er algjör nauðsyn ef maður er á Celtic. Kiddi og Fjalarr voru endalaust sáttir við trúbadorinn því hann tók þrjú lög í röð af Dark Side of the Moon. Svo fór ég heim um fjögurleytið og skutlaði Vöku og Bjössa heim.
Í gær var svo afmæli hjá Tumbster og þegar ég mætti um 22 leytið var ég soldið hræddur um að ég væri á vitlausum stað. Allt var svo hljótt í götunni, enginn ómur af tónlist eða neitt og ég sá engin ljós. En eftir því sem nær dróg sá ég ljós en tónlistin var ekki hávær. Fólk reyndist vera inni og var bara í tjillinu. Þegar leið á kvöldið lifnaði yfir og var margt um manninn. Þónokkuð var um útlendinga þarna, t.d. tvær stúlkur frá Londond, einhverja Þjóðverja og Rúmeni. 6-Y representaði feitt þarna því ég, Saga, Ragnhildur, Marta, Fríða og Guðrún Mey vorum öll þarna. Það var mikil stemmning hjá Tuma og var ekki lagt af stað í bæinn fyrr en um hálf þrjú-þrjúleytið (sem er seinna en maður fer vanalega með strákunum og þeir fara seint). Ég fór á bílnum, þó svo stutt sé frá Tuma og í bæinn því ég nennti ekki að labba til Tuma aftur og voru tvær yngismeyjar mér samferða, Marta og Fríða. Mjög var ég feginn að vera búinn að þvo bílinn og ryksjúga. Við fórum í bæinn með viðkomu hjá Mörtu þar sem hún hafði gleymt skilríkjum og hittum krakkana þar. Í bænum í gær var slatti af fólki og mikið um raðir. Við fórum á Celtic og fór ég heim um fjögurleytið annað kvöldið í röð og skutlaði Martini og Helgu í leiðinni, með stoppi á Devitos.
Svo var ég að vinna í dag og það var brjálað að gera frá byrjun. Útsölulok eru í Kringlunni og vorum við bara þrjú í afgreiðslu og ef við þurftum að sýna myndavélar eða eitthvað þá fór allt í skrall. En þetta reddaðist allt þar sem við erum öll vön sem vorum að vinna en mikið lifandi er ég feginn að vinna ekki í Kringlunni. Frammi á gangi fyrir framan búðina var svona borð með römmum sem voru á útsölunni og þar var ógeðslega kalt. Eitthvað helvítis loftræstiskerfi dældi köldu lofti inn í Kringluna og beint á mann þarna og vindurinn var temmilegur. Ég var að frjósa meðan ég stóð frammi en sem betur fer skiptumst við á að vera frammi.
Í gær var svo afmæli hjá Tumbster og þegar ég mætti um 22 leytið var ég soldið hræddur um að ég væri á vitlausum stað. Allt var svo hljótt í götunni, enginn ómur af tónlist eða neitt og ég sá engin ljós. En eftir því sem nær dróg sá ég ljós en tónlistin var ekki hávær. Fólk reyndist vera inni og var bara í tjillinu. Þegar leið á kvöldið lifnaði yfir og var margt um manninn. Þónokkuð var um útlendinga þarna, t.d. tvær stúlkur frá Londond, einhverja Þjóðverja og Rúmeni. 6-Y representaði feitt þarna því ég, Saga, Ragnhildur, Marta, Fríða og Guðrún Mey vorum öll þarna. Það var mikil stemmning hjá Tuma og var ekki lagt af stað í bæinn fyrr en um hálf þrjú-þrjúleytið (sem er seinna en maður fer vanalega með strákunum og þeir fara seint). Ég fór á bílnum, þó svo stutt sé frá Tuma og í bæinn því ég nennti ekki að labba til Tuma aftur og voru tvær yngismeyjar mér samferða, Marta og Fríða. Mjög var ég feginn að vera búinn að þvo bílinn og ryksjúga. Við fórum í bæinn með viðkomu hjá Mörtu þar sem hún hafði gleymt skilríkjum og hittum krakkana þar. Í bænum í gær var slatti af fólki og mikið um raðir. Við fórum á Celtic og fór ég heim um fjögurleytið annað kvöldið í röð og skutlaði Martini og Helgu í leiðinni, með stoppi á Devitos.
Svo var ég að vinna í dag og það var brjálað að gera frá byrjun. Útsölulok eru í Kringlunni og vorum við bara þrjú í afgreiðslu og ef við þurftum að sýna myndavélar eða eitthvað þá fór allt í skrall. En þetta reddaðist allt þar sem við erum öll vön sem vorum að vinna en mikið lifandi er ég feginn að vinna ekki í Kringlunni. Frammi á gangi fyrir framan búðina var svona borð með römmum sem voru á útsölunni og þar var ógeðslega kalt. Eitthvað helvítis loftræstiskerfi dældi köldu lofti inn í Kringluna og beint á mann þarna og vindurinn var temmilegur. Ég var að frjósa meðan ég stóð frammi en sem betur fer skiptumst við á að vera frammi.
miðvikudagur, júlí 23, 2003
Ég hef alltaf haldiði því fram að heima hjá mér er mér aldrei sagt neitt. Það síðasta í þessari þróun er það að í gær vorum við fjölskyldan hjá systur pabba og vorum að borða saman og þegar kemur upp úr krafsinu að mamma er að reyna að hætta að reykja og var í gær 6 dagar liðnir síðan. Ég hafði ekki grænan grun um þetta enda enginn búinn að segja mér neitt og kanski er maður bara orðinn vanur mömmu soldið pirraðri, hef í það minnsta ekki tekið eftir því að hún sé pirraðri en venjulega. En annars vona ég bara að þetta takist hjá henni, það yrði mjög gott fyrir hana og okkur, svona upp á loftið að gera heima og svona.
Ég var endalaust sáttur þegar fyrir nokkrum dögum ég fann aftur Prodigy Experince diskinn minn sem ég taldi vera löngu týndan. Þessi diskur er þvílík snilld að það hálfa væri nóg og representer eitt uppáhaldstímabil mitt í tónlistarsögunni, það sem ég vil kalla ´92 tónlist. Ég taldi semsagt að hann hefði verið einn af, um það bil tuttugu diskum sem hurfu eftir busapartýið sem við héldum í 6.bekk en núna get ég tekið gleði mína á ný.
Ég vissi að Sara Elísabet Svansdóttir átti að fá ákveðna gerð myndavélar í stúdentsgjöf og vissi ekki hvort hún væri búin að fá hana þannig að ég sendi henni emil um það að þessi ákveðna vél væri að fara á útsölu hjá HP. Svo sendi hún mér svar tilbaka og tjáði mér jafnframt frá draumi sem hún dreymdi og ég ætla að deila með ykkur, hann er very wierd svo lítið sé sagt :)
mig dreymdi í nótt að þú værir dvergur og Önni væri risi og saman
voruð þið alltaf að mynda kúlu og Saga hélt ykkur uppi og ég og Fjalarr
horfðum á
Sara hvað borðaðiru eiginlega í gær, hmmm? hehe
Að lokum vil ég benda öllum á að ef þeim langar i myndavél þá er útsala núna í HP Smáralind og Kringlu þar sem margar mjög góðar vélar eru með góðum afslætti, 50-60% og er það vel þess virði að athuga það.
Ég var endalaust sáttur þegar fyrir nokkrum dögum ég fann aftur Prodigy Experince diskinn minn sem ég taldi vera löngu týndan. Þessi diskur er þvílík snilld að það hálfa væri nóg og representer eitt uppáhaldstímabil mitt í tónlistarsögunni, það sem ég vil kalla ´92 tónlist. Ég taldi semsagt að hann hefði verið einn af, um það bil tuttugu diskum sem hurfu eftir busapartýið sem við héldum í 6.bekk en núna get ég tekið gleði mína á ný.
Ég vissi að Sara Elísabet Svansdóttir átti að fá ákveðna gerð myndavélar í stúdentsgjöf og vissi ekki hvort hún væri búin að fá hana þannig að ég sendi henni emil um það að þessi ákveðna vél væri að fara á útsölu hjá HP. Svo sendi hún mér svar tilbaka og tjáði mér jafnframt frá draumi sem hún dreymdi og ég ætla að deila með ykkur, hann er very wierd svo lítið sé sagt :)
mig dreymdi í nótt að þú værir dvergur og Önni væri risi og saman
voruð þið alltaf að mynda kúlu og Saga hélt ykkur uppi og ég og Fjalarr
horfðum á
Sara hvað borðaðiru eiginlega í gær, hmmm? hehe
Að lokum vil ég benda öllum á að ef þeim langar i myndavél þá er útsala núna í HP Smáralind og Kringlu þar sem margar mjög góðar vélar eru með góðum afslætti, 50-60% og er það vel þess virði að athuga það.
þriðjudagur, júlí 22, 2003
Gleymdi að tala um það í gær að á leiknum var Botnleðja að spila í hlénu eða 2/3 af þeim. Ég segi og skrifa hérmeð að FH á bestu stuðningsmannahljómsveit landsins. Þeir tóku meðal annars nýja FH stuðningsmannalagið sem er ágætt og önnur klassa FH lög eins og Skoriði mark, og ég vil vera þú vilt vera allir vilja vera í FH. Þeir töluðu um það í gær að það hefði ekki gengið nógu vel síðan þeir spiluðu síðast og sögðu að ef FH sigraði í gær(sem þeir gerðu) að þeir myndu kanski bara spila á öllum heimaleikjum, og þá vonandi vera á launum.
Fór á línuskauta í kvöld, er að æfa mig soldið svona áður en maður fer að láta sjá sig á Ægissíðunni. Djöfull er þetta skemmtilegt. Ég er mjög sáttur með að hafa fjárfest í þessu því þetta er svona langtíma fjárfesting og stuðlar að hreyfingu sem er bara gott.
Fór á línuskauta í kvöld, er að æfa mig soldið svona áður en maður fer að láta sjá sig á Ægissíðunni. Djöfull er þetta skemmtilegt. Ég er mjög sáttur með að hafa fjárfest í þessu því þetta er svona langtíma fjárfesting og stuðlar að hreyfingu sem er bara gott.
mánudagur, júlí 21, 2003
Fór á heimaleik hjá FH í fyrsta skipti í mörg ár í kvöld með Kidda Valsmanni. Þetta var leikur í átta liða úrslitum bikarsins og var hann ekkert spes svosem. Veðrið fyrir það fyrsta var svosem ekkert til að hrópa húrra fyrir og svo er þetta jú íslenski boltinn og á engum heimsmælikvarða. Valsmenn voru miklu betri í fyrri hálfleik og voru nálægt því að skora en tókst samt ekki. Í seinni hálfleik lifnaði við mínum mönnum og þeir sóttu fast að Valsmönnum sem loksins bar ávöxt á 85 mínútu eða eitthvað þegar FH skoraði. Dómarinn bætti síðan við 5 mínútum á venjulegan leiktíma, eitthvað sem ég skil ekki og þá var pínu pressa á FH en svosem engin hætta.
Fór á T3 í gær og var bara býsna sáttur. Kristanna Loken er foxy tortímandi og stendur sig vel og Addi Svarti er algjör köggull í myndinni með snilldar onlinera. Kallinn er í toppformi miðað við aldurinn og hikar ekki við að vera nekked í myndinni. Núna fer maður og kíkir á hinar myndirnar svona til að rifja upp hvernig allt þetta var og svona og er ætlunin að gera það á næstu dögum.
Fór á T3 í gær og var bara býsna sáttur. Kristanna Loken er foxy tortímandi og stendur sig vel og Addi Svarti er algjör köggull í myndinni með snilldar onlinera. Kallinn er í toppformi miðað við aldurinn og hikar ekki við að vera nekked í myndinni. Núna fer maður og kíkir á hinar myndirnar svona til að rifja upp hvernig allt þetta var og svona og er ætlunin að gera það á næstu dögum.
sunnudagur, júlí 20, 2003
Var að vinna í gær frá 10-16. Aldrei haft jafn mikið að gera á laugardegi og var stanslaus straumur fólks í búðina enda kanski engin furða þar sem veðrið var svona gott. Eftir vinnu fór ég niðrí bæ og naut góða veðursins, bjallaði í Káka og hann og Fjalarr hittu mig síðan og við tjilluðum á Austurvelli. Svo ákváðum við að fara heim til Kákans og grilla. Ég náði í Gbus (Gunna B) og við brunuðum svo heim til Káka. Þegar við vorum búnir að grilla fórum við í nýjan leik sem ég ætla að útskýra fyrir ykkur. Leikurinn virkar þannig að það eru þrír sem spila. Leikmenn eiga að slá á milli sín flugu (Badminton) en mega ekki smassa eða neitt þannig, þeir verða að reyna að gefa góða sendingu á einhvern annan leikmann og halda þannig spilinu gangandi. Svo ef einhver klúðrar, hittir ekki eða hittir illa þá fær hann á sig stig. Það er dómnefnd sem ákveður hver fær stigið á sig, hvort það var sendingin sem var léleg eða hvort sá sem fékk fluguna hefði getað náð henni. Ef dómarar eru ekki sammála þá getur komið upp einvígi. Einvígi virkar þannig að þeir sem dómararnir dæmdu á eiga að slá fluguna sín á milli þangað til annar klúðrar sendingu eða eitthvað þannig.
Svo þegar einhver leikmaður er kominn með fimm stig þá dettur hann út og nýr maður kemur inn á. Sá maður sem datt úr fer þá í dómnefndina. Einnig var hægt að fá refsistig, til dæmis ef leikmaður henti frá sér spaðanum eftir að hafa dottið út byrjaði hann með eitt stig á sér næst þegar hann kom inná.
Það er soldið erfitt að útskýra nákvæmlega hvernig þessi leikur virkar en þetta er í megindráttum svona.
Þennan leik spiluðum við í einhverja þrjá eða fjóra tíma.
Metallicu menn eru greinilega eitthvað búnir að missa það sbr þetta:
MONTREAL — Metallica are taking legal action against independant Canadian rock band Unfaith over what they feel is unsanctioned usage of two chords the band has been using since 1982 : E and F.
"People are going to get on our case again for this, but try to see it from our point of view just once," stated Metallica's Lars Ulrich. "We're not saying we own those two chords, individually - that would be ridiculous. We're just saying that in that specific order, people have grown to associate E, F with our music."
Annars má lesa um þetta hér. Þetta finnst mér alveg fáránlega heimskulegt af þeim að banna einhverri hljómsveit að nota hljóminn E og á eftir fylgir F.
Þetta gerir ekki mikið til að hækka álit mitt á Metallica, því það er frekar lágt síðan þeir ákváðu að eyðileggja Napster.
Svo þegar einhver leikmaður er kominn með fimm stig þá dettur hann út og nýr maður kemur inn á. Sá maður sem datt úr fer þá í dómnefndina. Einnig var hægt að fá refsistig, til dæmis ef leikmaður henti frá sér spaðanum eftir að hafa dottið út byrjaði hann með eitt stig á sér næst þegar hann kom inná.
Það er soldið erfitt að útskýra nákvæmlega hvernig þessi leikur virkar en þetta er í megindráttum svona.
Þennan leik spiluðum við í einhverja þrjá eða fjóra tíma.
Metallicu menn eru greinilega eitthvað búnir að missa það sbr þetta:
MONTREAL — Metallica are taking legal action against independant Canadian rock band Unfaith over what they feel is unsanctioned usage of two chords the band has been using since 1982 : E and F.
"People are going to get on our case again for this, but try to see it from our point of view just once," stated Metallica's Lars Ulrich. "We're not saying we own those two chords, individually - that would be ridiculous. We're just saying that in that specific order, people have grown to associate E, F with our music."
Annars má lesa um þetta hér. Þetta finnst mér alveg fáránlega heimskulegt af þeim að banna einhverri hljómsveit að nota hljóminn E og á eftir fylgir F.
Þetta gerir ekki mikið til að hækka álit mitt á Metallica, því það er frekar lágt síðan þeir ákváðu að eyðileggja Napster.
laugardagur, júlí 19, 2003
Tók þessa mynd í kvöld af strákunum og vorum við sammála um að þessi mynd yrði góð sem cover á plötuumslag. Hún er mun betri þegar hún er séð aðeins ljósari. Myndin var tekin í bjórpásu eftir hörkuleik í basket.
Eftir vinnu í dag ákvað ég að ég ætlaði ekki að vera einhver súr geit og fara heim og borða pizzu, því fékk ég bróður minn með mér í það að við myndum bara fá okkur eitthvað að borða í bænum og tjilla þar því veðrið var þvílíkt gott, glæpur að þurfa að vinna inni þegar það er svona. Ég leit aðeins á fótboltamótið á ingólfstorgi og viti menn þar voru Sjonni, Grétar og Maggi að keppa og Hrafn var að horfa á. Ég horfði nottla á og svo komu Káki og Fjalarr. Eftir leiki strákanna fórum við á Austurvöll og þá voru Gunni B og Ingi og Sigurlaug kærasta hans komin i hópinn. Austurvöllur var snilld. Fólk í hakký og frisbý og bara almennt í góðri stemmningu. Svo fórum við aftur að horfa á mótið því strákarnir höfðu komist í 24 liða úrslit. Í þann leik mættu ekki Grétar og Maggi en Gulli kom í staðinn ásamt einhverjum dude. Strákarnir töpuðu þó svo þeir voru miklu betri aðilinn. Svo þegar leiknum var nýlokið þá komu Maggi og Grétar. Frá fótboltamótinu fórum við í basket í Austurbæjarskóla þar sem við vorum til tólf. Þá fór ég heim og strákarnir í bæinn.
fimmtudagur, júlí 17, 2003
Það eru ákveðnir hlutir sem fara mjög í taugarnar á manni þegar maður vinnur í svona vinnu eins og ég er í. Eitt er t.d. þegar fólk er blaðrandi í símann á meðan maður afgreiðir. Maður þarf kanski að bíða á meðan það spjallar við einhvern og fullt af fólki bíður eftir afgreiðslu og verður fúlt. Mér finnst að það ætti að setja upp svona miða eins og er kominn á bensínstöðvar þar sem fólk er vinsamlegast beðið um að tala ekki í síma á meðan afgreiðslu stendur því það trufli afgreiðslu. Annað sem pirrar mig soldið er það ef fólk kemur inn í búðina og þarf að bíða að það nýti ekki tímann og finni miðann sinn fyrir filmunni í framköllun heldur bíði þangað til röðin kemur að þeim til að leita að miðanum, mér finnst það bara of fáránlegt. Svo eru fleiri hlutir sem geta farið í taugarnar á manni en ég nenni ekki að telja upp hér.
Að lokum ætla ég að benda öllum á að tjekka á laginu Mother Mother með Tracy Bonham. Þetta er þvílíkt snilldarlag. Ég uppgötvaði það aftur þegar ég var að skoða eina af fjölmörgum síðum sem ég skoða sem hafa gítargrip.
Að lokum ætla ég að benda öllum á að tjekka á laginu Mother Mother með Tracy Bonham. Þetta er þvílíkt snilldarlag. Ég uppgötvaði það aftur þegar ég var að skoða eina af fjölmörgum síðum sem ég skoða sem hafa gítargrip.
miðvikudagur, júlí 16, 2003
Djössins bombuveður í dag. Fór á Austurvöll í matarhlénu og tjillaði þar með Hróari, við hittum líka Ragnhildi sem tjillaði með okkur og svo komu Kiddi og Þórunn líka. Á Austurvelli var gríðarstemmning eins og stundum vill verða í góða veðrinu og fólk lá þarna útum allt gras og sumir fóru í sólbað og aðrið sofnuðu(sbr Hróar). Sökum veðurs var frekar lítið að gera hjá okkur og nýtti ég því mér tækifærið og fór út að mynda soldið. Það var svo heitt niðrí bæ að maður svitnaði við að labba og þegar maður kom aftur inn, vildi maður helst vera úti. En það góða við svona daga er nottla að þá streymir fólkið í bæinn og sérstaklega gellurnar sem leiðast ekki að láta taka eftir sér. Maður kvartar ekki.
Rónarnir voru líka á kreiki í dag og t.d. kom eitt par inn til okkar í dag og var stúlkan einkar "hugguleg". Þannig var mál með vexti að í efri gómi hennar vinstra megin voru engar tennur, í það minnsta ekki framtennur en þær voru hægra megin og í neðri gómi hennar voru engar tennur hægra megin en tennur vinstramegin, þannig að þetta myndaði svona skemmtilega heild. Hún og kallinn voru líka greinilega búin að taka vel á því, því mér fannst ég bara verða léttur af lyktinni þegar ég spjallaði við þau.
Maður hatar ekki veðrið þegar það er svona gott. T.d. á mánudaginn fór ég í tveggja tíma bolta úti á "frímerkinu" úti á Seltjarnarnesi. Þar var tekið vel á og veðrið var hreint út sagt frábært. Við vorum flestir í stuttbuxum allan tímann og klukkan var um 23 þegar við hættum.
Samt er það eitt sem mér finnst soldið ríkjandi hér á Íslandi. Ef það er sól á morgnana á það ótrúlega oft til að þykkna upp yfir daginn eða það kemur svona mistur. Það er einkar leiðinlegt því þegar maður er að vinna þá sér maður góða veðrið og fólkið sem er að spóka sig í sólinni en maður þarf sjálfur að húka inni. Svo þegar maður ætlar út þá er þetta mistur komið eða búið að þykkna upp og ekki jafngaman að fara út.
Rónarnir voru líka á kreiki í dag og t.d. kom eitt par inn til okkar í dag og var stúlkan einkar "hugguleg". Þannig var mál með vexti að í efri gómi hennar vinstra megin voru engar tennur, í það minnsta ekki framtennur en þær voru hægra megin og í neðri gómi hennar voru engar tennur hægra megin en tennur vinstramegin, þannig að þetta myndaði svona skemmtilega heild. Hún og kallinn voru líka greinilega búin að taka vel á því, því mér fannst ég bara verða léttur af lyktinni þegar ég spjallaði við þau.
Maður hatar ekki veðrið þegar það er svona gott. T.d. á mánudaginn fór ég í tveggja tíma bolta úti á "frímerkinu" úti á Seltjarnarnesi. Þar var tekið vel á og veðrið var hreint út sagt frábært. Við vorum flestir í stuttbuxum allan tímann og klukkan var um 23 þegar við hættum.
Samt er það eitt sem mér finnst soldið ríkjandi hér á Íslandi. Ef það er sól á morgnana á það ótrúlega oft til að þykkna upp yfir daginn eða það kemur svona mistur. Það er einkar leiðinlegt því þegar maður er að vinna þá sér maður góða veðrið og fólkið sem er að spóka sig í sólinni en maður þarf sjálfur að húka inni. Svo þegar maður ætlar út þá er þetta mistur komið eða búið að þykkna upp og ekki jafngaman að fara út.
sunnudagur, júlí 13, 2003
Hélt í gær grillveislu fyrir bekkinn minn sökum þess að fjölskyldan var í burtu. Mæting var ágæt og stemmning fín. Ég sagði fólki að þetta byrjaði klukkan hálfsjö og svo yrði byrjað að grilla upp úr sjö. Klukkan hálfsjö var enginn mættur og það leið klukkutími áður en fólk fór að láta sjá sig. Og mér til mikillar furðu voru það Marta Margrét og Ragnhildur sem komu fyrstar en þær eru einmitt annálaðar fyrir að vera með seinna fólki. Svo týndist fólk hægt og rólega hérna inn og svona upp úr 8 var byrjað að grilla. Svo frá mér var farið heim til Mörtu og fólk komið þangað um tólf leytið (hentaði mér ágætlega svo ég væri ekki að æra nágrannana). Marta var góður gestgjafi og töfraði fram hinar ýmsu veitingar handa okkur. T.d. var þarna einkar ljúffeng daim terta sem hún hitaði og ís með henni, snúðar, vínabrauð og fleira góðgæti. Við vorum hjá Mörtu til svona háfltvö og þá var farið niður í bæ og shit hvað það voru margir niðrí bæ. Ég hef sjaldan séð jafnmarga í bænum og í gærkvöldi og raðirnar voru endalausar. Höskuldur var maðurinn í bænum því það voru ófáir sem heilsuðu upp á hann á meðan við hin þekktum varla neinn og ekki laust við að við fynndum fyrir minnimáttarkennd gagnvart Höskuldi. Svo kom ég heim um hálffimm leytið og byrjaði að taka til. Sem ég svo kláraði þegar ég vaknaði í dag. Svona í heildina litið þá heppnaðist þetta ágætlega og var gaman að geta farið til mörtu líka og verið þar soldið. Ég er persónulega á þeirri skoðun að heimapartý sé skemmtilegra en bærinn en það eru alltaf einhverjir sem verða að fara í bæinn og þarafleiðandi eyðileggja gott heimapartý.
Svo keypti ég mér línuskauta í gær. Ég fékk svolitla bakteríu fyrir þessu eftir námskeiðið og þar sem ég var staddur í Intersport á útsölunni og mikið af virkilega góðum skautum voru með 50% afslætti ákvað ég að skella mér á svoleiðis enda er þetta langtímafjárfesting í hreyfingu. Skórnir kostuðu upphaflega í kringum sextánþúsundkallinn en ég fékk þá í kringum áttaþúsundkallinn sökum afsláttar. Þetta eru helvíti vandaðir og góðir skautar og núna bíður maður bara eftir góða veðrinu sem á að koma seinna í vikunni til að fara að renna sér.
Svo keypti ég mér línuskauta í gær. Ég fékk svolitla bakteríu fyrir þessu eftir námskeiðið og þar sem ég var staddur í Intersport á útsölunni og mikið af virkilega góðum skautum voru með 50% afslætti ákvað ég að skella mér á svoleiðis enda er þetta langtímafjárfesting í hreyfingu. Skórnir kostuðu upphaflega í kringum sextánþúsundkallinn en ég fékk þá í kringum áttaþúsundkallinn sökum afsláttar. Þetta eru helvíti vandaðir og góðir skautar og núna bíður maður bara eftir góða veðrinu sem á að koma seinna í vikunni til að fara að renna sér.
föstudagur, júlí 11, 2003
Jæja þá er fjölskyldan farin á ættarmótið sem verður um helgina og kallinn einn heima. Það sem er hvað merkilegast við þetta er sú staðreynd að ég hef aldrei verið einn heima. Því ætla ég að reyna að njóta þess út í ystu æsar.
þriðjudagur, júlí 08, 2003
Nýja myndavélin mín er komin í hús. Hún er stafrænt kvikyndi með 3.2 milljónum pixla og telst það vera sæmilegt. Einnig keyptum við bræður okkur 256mb kort svo að það ætti að vera hægt að taka einar þrjár eða fjórar myndir eða svo. Vélin er Canon, nánar tiltekið Digital Ixus V3 í evrópu eða Powershot S230 í Amríkunni. Hana má sjá hér. Svo núna fer maður bara að drita myndum í öllum boðum og óboðum.
mánudagur, júlí 07, 2003
Ég fékk snilldarhugmynd þegar ég var í bíó á laugardagskvöldið með honum Einari. Við vorum að bíða eftir því að Stinnir Rassar 2 a.k.a. Charlies Angels myndi byrja og voru auglýsingar í gangi. Svo koma einhverjar svona FM957 auglýsingar þar sem er verið að auglýsa þættina sem þar eru með því að birta myndir af þáttastjórnendum og hvenær þátturinn þeirra er. Þegar ég sé auglýsingu frá Svala fæ ég þessa líka snilldarhugmynd. Það yrði bara of fyndið ef X-ið myndi fá einhvern til að vera á sama tíma og Svali er á FM957 en í stað þess að vera svona úberhress eins og þessir hnakkar eru á FM væri gaurinn frekar depressed, allaveganna ekki viðbjóðslega hress. Og hvað haldið þið að gaurinn ætti að kalla sig? Jú, Hi-C.
Nú Charlies Angels eða Stinnir Rassar 2 er svona no-brainer kvikmynd þar sem maður er ekki að hugsa um persónusköpun of mikið eða eitthvað þannig heldur er bara keyrt áfram í flottum atriðum, en eitt fannst mér soldið slakt við hana og það er að í myndinni er verið að reyna að segja frá of mörgum hlutum, koma fullt af fólki inn í myndina og þessháttar. Því fékk ekkert plott nægan tíma í myndinni til að leysast. Það var það sem mér fannst mest að þessari mynd. En annars eru þetta viðbjóðslega flott atriði mörg hver og ekki leiðinlegt að horfa á allar þessar flottu stúlkur. Demi Moore er svaðalega fine í þessari mynd og liggur við að hún sé flottari en Englarnir.
Að lokum legg ég til að allir reyni að nálgast lagið Exit Music(for a film) eftir Radiohead í útgáfu Brad Mehldau, þvílík snilld.
Nú Charlies Angels eða Stinnir Rassar 2 er svona no-brainer kvikmynd þar sem maður er ekki að hugsa um persónusköpun of mikið eða eitthvað þannig heldur er bara keyrt áfram í flottum atriðum, en eitt fannst mér soldið slakt við hana og það er að í myndinni er verið að reyna að segja frá of mörgum hlutum, koma fullt af fólki inn í myndina og þessháttar. Því fékk ekkert plott nægan tíma í myndinni til að leysast. Það var það sem mér fannst mest að þessari mynd. En annars eru þetta viðbjóðslega flott atriði mörg hver og ekki leiðinlegt að horfa á allar þessar flottu stúlkur. Demi Moore er svaðalega fine í þessari mynd og liggur við að hún sé flottari en Englarnir.
Að lokum legg ég til að allir reyni að nálgast lagið Exit Music(for a film) eftir Radiohead í útgáfu Brad Mehldau, þvílík snilld.
fimmtudagur, júlí 03, 2003
Ég er kominn í temmilegan vítahring. Segi við sjálfan mig þegar ég vakna: ég verð að fara fyrr að sofa. En geri ég það, ónei. Vaki vanalega til svona 1 eða 2 og vakna svo um níuleytið. Einmitt núna er klukkan að skríða í eitt, og ég á eftir að kíkja í CM og svona, ætli maður fari bara ekki að sofa um tvö leytið.
Í kvöld fór ég á svona línuskautanámskeið sem var skipulagt af einhverjum í Hans Petersen. Það voru tuttugu sem komust og kostaði 1500 kall að ég hélt fyrir allt heila klabbið, námskeiðið og útbúnaði. En þegar námskeiðinu var lokið kom í ljós að búnaður kostaði 500 kall auka. Anyhoo þetta var helvíti fínt námskeið og gaurarnir sem kenndu okkur kunnu tvö eða þrjú trick. Þeir kenndu okkur hina réttu leið við að skauta, þeir kenndu okkur að fara í áttur, þ.e. ferðast áfram með því að láta lapparnir renna sundur og svo saman þannig að átta myndast. Einnig kenndu þeir okkur að ferðast afturábak og að taka snúning úr beint áfram í aftur á bak. Þetta allt saman tók vel á og allir voru sveittir og ógeðslegir á eftir. Nú er bara spurning hvort maður skrapi einhverjum aurum saman og reyni að stunda þetta eitthvað, sé ekki fram á að eiga mikinn pening í þessum mánuði.
Djöfull var ég sáttur í dag, kom dani í búðina til okkar og Þórður, eða mister old timer (hefur unnið í um 40 ár hjá fyrirtækinu, margir halda að hann sé mr. Petersen) ætlaði að afgreiða manneskjuna. Hún spurði hvort hann talaði dönsku og sem hann vildi ekki gera, kannski eitthvað óöruggur. Svo segir verslunarstjórinn Signý við hann að ég geti talað við manneskjuna dönsku. Þá var kallað á mig og það fyrsta sem manneskjan segir við mig, ég tala líka alveg ensku. Allaveganna þá afgreiddi ég manneskjuna og meðan ég var að hjálpa henni spurði hún mig hvort ég hefði búið í Danmörku og hrósaði mér fyrir dönskuna. Einnig eftir á sagði Signý að það hefði verið rosalega gaman að hlusta á mig tala við manneskjuna. Smá svona egó búst hérna :)
Í kvöld fór ég á svona línuskautanámskeið sem var skipulagt af einhverjum í Hans Petersen. Það voru tuttugu sem komust og kostaði 1500 kall að ég hélt fyrir allt heila klabbið, námskeiðið og útbúnaði. En þegar námskeiðinu var lokið kom í ljós að búnaður kostaði 500 kall auka. Anyhoo þetta var helvíti fínt námskeið og gaurarnir sem kenndu okkur kunnu tvö eða þrjú trick. Þeir kenndu okkur hina réttu leið við að skauta, þeir kenndu okkur að fara í áttur, þ.e. ferðast áfram með því að láta lapparnir renna sundur og svo saman þannig að átta myndast. Einnig kenndu þeir okkur að ferðast afturábak og að taka snúning úr beint áfram í aftur á bak. Þetta allt saman tók vel á og allir voru sveittir og ógeðslegir á eftir. Nú er bara spurning hvort maður skrapi einhverjum aurum saman og reyni að stunda þetta eitthvað, sé ekki fram á að eiga mikinn pening í þessum mánuði.
Djöfull var ég sáttur í dag, kom dani í búðina til okkar og Þórður, eða mister old timer (hefur unnið í um 40 ár hjá fyrirtækinu, margir halda að hann sé mr. Petersen) ætlaði að afgreiða manneskjuna. Hún spurði hvort hann talaði dönsku og sem hann vildi ekki gera, kannski eitthvað óöruggur. Svo segir verslunarstjórinn Signý við hann að ég geti talað við manneskjuna dönsku. Þá var kallað á mig og það fyrsta sem manneskjan segir við mig, ég tala líka alveg ensku. Allaveganna þá afgreiddi ég manneskjuna og meðan ég var að hjálpa henni spurði hún mig hvort ég hefði búið í Danmörku og hrósaði mér fyrir dönskuna. Einnig eftir á sagði Signý að það hefði verið rosalega gaman að hlusta á mig tala við manneskjuna. Smá svona egó búst hérna :)
þriðjudagur, júlí 01, 2003
Bara búið að breyta blogger, vonandi er þetta orðið stöðugt hjá þeim og ekki alltaf að hrynja og maður tapi póstum og svona. Lítur annars bara vel út hjá þeim.
Ég komst að því í dag að ég hlýt að fá tilnefningu til dofnasta manns ársins. Þannig er mál með vexti að á sunnudeginum síðasta fórum ég og Tommi í sund í Laugardalslaug. Þegar ég fer í sund tek ég af mér úrið og geymi vanalega í skápnum og þetta skiptið var engin undantekning. Allaveganna þegar við förum upp úr og erum búnir að klæða okkur finnst mér eitthvað vanta. Jú það vantar úrið, hefst nú mikil leit hjá mér, þar sem ég kafa djúpt ofan í buxnavasana að framan, jakkavasann, inn í skáp og allt en allt kemur fyrir ekki og ekki finnst úrið. Ég hringi seinna um daginn til að spyrja hvort þeir hafi fundið eitthvað úr en þeir segja mér að tala við þá daginn eftir því þá verði búið að leita í klefunum. Daginn eftir fer ég eftir vinnu í laugardalinn og athuga hvort þeir hafi fundið úrið en ekki er það svo gott. Núna var ég búinn að gefa upp alla von. Búinn að leita um allt heima og búinn að athuga laugardalslaug. Svo núna í dag á leið minni heim úr vinnu finnast mér buxurnar eitthvað óþægilegar hjá rassinum, svona tilfinning eins og buxurnar hefðu krumpast undir eða eitthvað. Ég laga það að ég held en áfram heldur þessi tilfinning, grennslast ég þá betur fyrir og viti menn, þar var úríð í rassvasanum og hafði verið í 3 daga og ég ekki fattað neitt.
Ég komst að því í dag að ég hlýt að fá tilnefningu til dofnasta manns ársins. Þannig er mál með vexti að á sunnudeginum síðasta fórum ég og Tommi í sund í Laugardalslaug. Þegar ég fer í sund tek ég af mér úrið og geymi vanalega í skápnum og þetta skiptið var engin undantekning. Allaveganna þegar við förum upp úr og erum búnir að klæða okkur finnst mér eitthvað vanta. Jú það vantar úrið, hefst nú mikil leit hjá mér, þar sem ég kafa djúpt ofan í buxnavasana að framan, jakkavasann, inn í skáp og allt en allt kemur fyrir ekki og ekki finnst úrið. Ég hringi seinna um daginn til að spyrja hvort þeir hafi fundið eitthvað úr en þeir segja mér að tala við þá daginn eftir því þá verði búið að leita í klefunum. Daginn eftir fer ég eftir vinnu í laugardalinn og athuga hvort þeir hafi fundið úrið en ekki er það svo gott. Núna var ég búinn að gefa upp alla von. Búinn að leita um allt heima og búinn að athuga laugardalslaug. Svo núna í dag á leið minni heim úr vinnu finnast mér buxurnar eitthvað óþægilegar hjá rassinum, svona tilfinning eins og buxurnar hefðu krumpast undir eða eitthvað. Ég laga það að ég held en áfram heldur þessi tilfinning, grennslast ég þá betur fyrir og viti menn, þar var úríð í rassvasanum og hafði verið í 3 daga og ég ekki fattað neitt.