A site about nothing...

fimmtudagur, júlí 31, 2003

Rakst á Andra Elfars í Kringlunni í dag og komst að því að hann hefði komist inn og verið efstur. Martin var í öðru sæti en ég veit ekki með hin. Það verður þónokkuð um MR-inga í næsta árgangi því einnig veit ég að Vaka komst inn, Einar Björgvins stórvinur minn sem ég óska sérstaklega til hamingju og Björg. Svo voru nýstúdentar úr MR eins og Árni Egill og vinur hans Friðrik Thor að mér skilst hafi líka báðir komist inn.

Í Kringlunni í dag keypti ég mér tjald fyrir útileguna um helgina. Við strákarnir ætlum að fara í Úthlíð og hafa það skemmtilegt þar og vonandi verður veðrið nú gott. Í fyrra rigndi eins og hellt væri úr fötu og flúðum við inn í Selið þá. En núna lítur út að veðrið verði sómasamlegt samkvæmt sumum veðurfréttamönnum en svona lala samkvæmt öðrum. Mér fannst það einkar fyndið að í fréttum sjónvarps var talað við einhvern á veðurfréttastofunni og spáin hjá þeirri stúlkukind var ekki upp á marga fiska, maður gat búist við rigningu og svona og skýjuðu veðri. Þvínæst horfði ég á veðurfregnir á stöð 1 og þá er veðurfréttarkonan að spá bara helvíti góðu veðri um helgina. Mér fannst þetta frekar fyndið að þetta skildi vera svona ólíkt á stuttum tíma.