A site about nothing...

mánudagur, júlí 28, 2003

Veðurfræðingar á Íslandi eru ekki að gera góða hluti þessa dagana. Ekki fyrir svo löngu spáðu þeir bestu helgi sumarsins en það rigndi alla þá helgi. Nú í gær spáðu þeir rigningardegi í gær en hvað haldiði það var sól og blíða. Ekki að maður kvarti þegar sólin kemur í stað rigningarinnar. Í tilefni af sólinni skelltum við Ásta Sigga "kempa" á línuskauta í Nauthólsvíkina. Þetta er í fyrsta skipti sem ég renni mér þarna í Nauthólsvíkinni og almennt á almannafæri. Nauthólsvíkin og svæðið þar í kring er mjög hentugt í svona rennerí og virkilega gaman að renna sér þarna í svona góðu veðri eins og var í dag. Við byrjuðum hjá Nauthólsvíkinni og renndum okkur í átt að Seltjarnarnesinu enda er það léttari leið heldur en leiðin í átt að Kópavogi. Við fórum göngustíginn á enda og snerum svo við og tók þetta okkur um klukkutíma. Ég verð sáttari og sáttari við að hafa keypt mér þessa skauta enda er þetta snilldarhreyfing. Nú er bara að bíða eftir næsta tækifæri til að renna sér. Ef einhver lesandi vill skella sér á skauta þá endilega hafðu samband.

Núna er visareikningurinn kominn fyrir nýju getto faboulus vélinni kominn og reiknast mér til að við spörum tíuþúsundkall á þessu sem verður að teljast ágætt. Einnig reiknuðum við út í vinnunni hvað ein mjög góð vél myndi kosta úti og hér heima. Hér heima kostar hún um 120 eða 130 þúsund en ef hún er pöntuð að utan frá sama fyrirtæki og ég pantaði þá sparar maður 40 þúsundkall og þá er reiknað öll gjöld sem á hana falla og sendingarkostnaður. Annars held ég að málið sé bara að finna einhvern frænda eða eitthvað í Bandaríkjunum og fara í frekari mæli að panta hluti að utan og láta senda sér sem gjöf, þá losnar maður við tolla og þessháttar.