A site about nothing...

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Ég hef alltaf haldiði því fram að heima hjá mér er mér aldrei sagt neitt. Það síðasta í þessari þróun er það að í gær vorum við fjölskyldan hjá systur pabba og vorum að borða saman og þegar kemur upp úr krafsinu að mamma er að reyna að hætta að reykja og var í gær 6 dagar liðnir síðan. Ég hafði ekki grænan grun um þetta enda enginn búinn að segja mér neitt og kanski er maður bara orðinn vanur mömmu soldið pirraðri, hef í það minnsta ekki tekið eftir því að hún sé pirraðri en venjulega. En annars vona ég bara að þetta takist hjá henni, það yrði mjög gott fyrir hana og okkur, svona upp á loftið að gera heima og svona.

Ég var endalaust sáttur þegar fyrir nokkrum dögum ég fann aftur Prodigy Experince diskinn minn sem ég taldi vera löngu týndan. Þessi diskur er þvílík snilld að það hálfa væri nóg og representer eitt uppáhaldstímabil mitt í tónlistarsögunni, það sem ég vil kalla ´92 tónlist. Ég taldi semsagt að hann hefði verið einn af, um það bil tuttugu diskum sem hurfu eftir busapartýið sem við héldum í 6.bekk en núna get ég tekið gleði mína á ný.

Ég vissi að Sara Elísabet Svansdóttir átti að fá ákveðna gerð myndavélar í stúdentsgjöf og vissi ekki hvort hún væri búin að fá hana þannig að ég sendi henni emil um það að þessi ákveðna vél væri að fara á útsölu hjá HP. Svo sendi hún mér svar tilbaka og tjáði mér jafnframt frá draumi sem hún dreymdi og ég ætla að deila með ykkur, hann er very wierd svo lítið sé sagt :)

mig dreymdi í nótt að þú værir dvergur og Önni væri risi og saman
voruð þið alltaf að mynda kúlu og Saga hélt ykkur uppi og ég og Fjalarr
horfðum á


Sara hvað borðaðiru eiginlega í gær, hmmm? hehe

Að lokum vil ég benda öllum á að ef þeim langar i myndavél þá er útsala núna í HP Smáralind og Kringlu þar sem margar mjög góðar vélar eru með góðum afslætti, 50-60% og er það vel þess virði að athuga það.