Djössins bombuveður í dag. Fór á Austurvöll í matarhlénu og tjillaði þar með Hróari, við hittum líka Ragnhildi sem tjillaði með okkur og svo komu Kiddi og Þórunn líka. Á Austurvelli var gríðarstemmning eins og stundum vill verða í góða veðrinu og fólk lá þarna útum allt gras og sumir fóru í sólbað og aðrið sofnuðu(sbr Hróar). Sökum veðurs var frekar lítið að gera hjá okkur og nýtti ég því mér tækifærið og fór út að mynda soldið. Það var svo heitt niðrí bæ að maður svitnaði við að labba og þegar maður kom aftur inn, vildi maður helst vera úti. En það góða við svona daga er nottla að þá streymir fólkið í bæinn og sérstaklega gellurnar sem leiðast ekki að láta taka eftir sér. Maður kvartar ekki.
Rónarnir voru líka á kreiki í dag og t.d. kom eitt par inn til okkar í dag og var stúlkan einkar "hugguleg". Þannig var mál með vexti að í efri gómi hennar vinstra megin voru engar tennur, í það minnsta ekki framtennur en þær voru hægra megin og í neðri gómi hennar voru engar tennur hægra megin en tennur vinstramegin, þannig að þetta myndaði svona skemmtilega heild. Hún og kallinn voru líka greinilega búin að taka vel á því, því mér fannst ég bara verða léttur af lyktinni þegar ég spjallaði við þau.
Maður hatar ekki veðrið þegar það er svona gott. T.d. á mánudaginn fór ég í tveggja tíma bolta úti á "frímerkinu" úti á Seltjarnarnesi. Þar var tekið vel á og veðrið var hreint út sagt frábært. Við vorum flestir í stuttbuxum allan tímann og klukkan var um 23 þegar við hættum.
Samt er það eitt sem mér finnst soldið ríkjandi hér á Íslandi. Ef það er sól á morgnana á það ótrúlega oft til að þykkna upp yfir daginn eða það kemur svona mistur. Það er einkar leiðinlegt því þegar maður er að vinna þá sér maður góða veðrið og fólkið sem er að spóka sig í sólinni en maður þarf sjálfur að húka inni. Svo þegar maður ætlar út þá er þetta mistur komið eða búið að þykkna upp og ekki jafngaman að fara út.
Rónarnir voru líka á kreiki í dag og t.d. kom eitt par inn til okkar í dag og var stúlkan einkar "hugguleg". Þannig var mál með vexti að í efri gómi hennar vinstra megin voru engar tennur, í það minnsta ekki framtennur en þær voru hægra megin og í neðri gómi hennar voru engar tennur hægra megin en tennur vinstramegin, þannig að þetta myndaði svona skemmtilega heild. Hún og kallinn voru líka greinilega búin að taka vel á því, því mér fannst ég bara verða léttur af lyktinni þegar ég spjallaði við þau.
Maður hatar ekki veðrið þegar það er svona gott. T.d. á mánudaginn fór ég í tveggja tíma bolta úti á "frímerkinu" úti á Seltjarnarnesi. Þar var tekið vel á og veðrið var hreint út sagt frábært. Við vorum flestir í stuttbuxum allan tímann og klukkan var um 23 þegar við hættum.
Samt er það eitt sem mér finnst soldið ríkjandi hér á Íslandi. Ef það er sól á morgnana á það ótrúlega oft til að þykkna upp yfir daginn eða það kemur svona mistur. Það er einkar leiðinlegt því þegar maður er að vinna þá sér maður góða veðrið og fólkið sem er að spóka sig í sólinni en maður þarf sjálfur að húka inni. Svo þegar maður ætlar út þá er þetta mistur komið eða búið að þykkna upp og ekki jafngaman að fara út.