Ég er kominn í temmilegan vítahring. Segi við sjálfan mig þegar ég vakna: ég verð að fara fyrr að sofa. En geri ég það, ónei. Vaki vanalega til svona 1 eða 2 og vakna svo um níuleytið. Einmitt núna er klukkan að skríða í eitt, og ég á eftir að kíkja í CM og svona, ætli maður fari bara ekki að sofa um tvö leytið.
Í kvöld fór ég á svona línuskautanámskeið sem var skipulagt af einhverjum í Hans Petersen. Það voru tuttugu sem komust og kostaði 1500 kall að ég hélt fyrir allt heila klabbið, námskeiðið og útbúnaði. En þegar námskeiðinu var lokið kom í ljós að búnaður kostaði 500 kall auka. Anyhoo þetta var helvíti fínt námskeið og gaurarnir sem kenndu okkur kunnu tvö eða þrjú trick. Þeir kenndu okkur hina réttu leið við að skauta, þeir kenndu okkur að fara í áttur, þ.e. ferðast áfram með því að láta lapparnir renna sundur og svo saman þannig að átta myndast. Einnig kenndu þeir okkur að ferðast afturábak og að taka snúning úr beint áfram í aftur á bak. Þetta allt saman tók vel á og allir voru sveittir og ógeðslegir á eftir. Nú er bara spurning hvort maður skrapi einhverjum aurum saman og reyni að stunda þetta eitthvað, sé ekki fram á að eiga mikinn pening í þessum mánuði.
Djöfull var ég sáttur í dag, kom dani í búðina til okkar og Þórður, eða mister old timer (hefur unnið í um 40 ár hjá fyrirtækinu, margir halda að hann sé mr. Petersen) ætlaði að afgreiða manneskjuna. Hún spurði hvort hann talaði dönsku og sem hann vildi ekki gera, kannski eitthvað óöruggur. Svo segir verslunarstjórinn Signý við hann að ég geti talað við manneskjuna dönsku. Þá var kallað á mig og það fyrsta sem manneskjan segir við mig, ég tala líka alveg ensku. Allaveganna þá afgreiddi ég manneskjuna og meðan ég var að hjálpa henni spurði hún mig hvort ég hefði búið í Danmörku og hrósaði mér fyrir dönskuna. Einnig eftir á sagði Signý að það hefði verið rosalega gaman að hlusta á mig tala við manneskjuna. Smá svona egó búst hérna :)
Í kvöld fór ég á svona línuskautanámskeið sem var skipulagt af einhverjum í Hans Petersen. Það voru tuttugu sem komust og kostaði 1500 kall að ég hélt fyrir allt heila klabbið, námskeiðið og útbúnaði. En þegar námskeiðinu var lokið kom í ljós að búnaður kostaði 500 kall auka. Anyhoo þetta var helvíti fínt námskeið og gaurarnir sem kenndu okkur kunnu tvö eða þrjú trick. Þeir kenndu okkur hina réttu leið við að skauta, þeir kenndu okkur að fara í áttur, þ.e. ferðast áfram með því að láta lapparnir renna sundur og svo saman þannig að átta myndast. Einnig kenndu þeir okkur að ferðast afturábak og að taka snúning úr beint áfram í aftur á bak. Þetta allt saman tók vel á og allir voru sveittir og ógeðslegir á eftir. Nú er bara spurning hvort maður skrapi einhverjum aurum saman og reyni að stunda þetta eitthvað, sé ekki fram á að eiga mikinn pening í þessum mánuði.
Djöfull var ég sáttur í dag, kom dani í búðina til okkar og Þórður, eða mister old timer (hefur unnið í um 40 ár hjá fyrirtækinu, margir halda að hann sé mr. Petersen) ætlaði að afgreiða manneskjuna. Hún spurði hvort hann talaði dönsku og sem hann vildi ekki gera, kannski eitthvað óöruggur. Svo segir verslunarstjórinn Signý við hann að ég geti talað við manneskjuna dönsku. Þá var kallað á mig og það fyrsta sem manneskjan segir við mig, ég tala líka alveg ensku. Allaveganna þá afgreiddi ég manneskjuna og meðan ég var að hjálpa henni spurði hún mig hvort ég hefði búið í Danmörku og hrósaði mér fyrir dönskuna. Einnig eftir á sagði Signý að það hefði verið rosalega gaman að hlusta á mig tala við manneskjuna. Smá svona egó búst hérna :)