A site about nothing...

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Það eru ákveðnir hlutir sem fara mjög í taugarnar á manni þegar maður vinnur í svona vinnu eins og ég er í. Eitt er t.d. þegar fólk er blaðrandi í símann á meðan maður afgreiðir. Maður þarf kanski að bíða á meðan það spjallar við einhvern og fullt af fólki bíður eftir afgreiðslu og verður fúlt. Mér finnst að það ætti að setja upp svona miða eins og er kominn á bensínstöðvar þar sem fólk er vinsamlegast beðið um að tala ekki í síma á meðan afgreiðslu stendur því það trufli afgreiðslu. Annað sem pirrar mig soldið er það ef fólk kemur inn í búðina og þarf að bíða að það nýti ekki tímann og finni miðann sinn fyrir filmunni í framköllun heldur bíði þangað til röðin kemur að þeim til að leita að miðanum, mér finnst það bara of fáránlegt. Svo eru fleiri hlutir sem geta farið í taugarnar á manni en ég nenni ekki að telja upp hér.

Að lokum ætla ég að benda öllum á að tjekka á laginu Mother Mother með Tracy Bonham. Þetta er þvílíkt snilldarlag. Ég uppgötvaði það aftur þegar ég var að skoða eina af fjölmörgum síðum sem ég skoða sem hafa gítargrip.