Ég fékk snilldarhugmynd þegar ég var í bíó á laugardagskvöldið með honum Einari. Við vorum að bíða eftir því að Stinnir Rassar 2 a.k.a. Charlies Angels myndi byrja og voru auglýsingar í gangi. Svo koma einhverjar svona FM957 auglýsingar þar sem er verið að auglýsa þættina sem þar eru með því að birta myndir af þáttastjórnendum og hvenær þátturinn þeirra er. Þegar ég sé auglýsingu frá Svala fæ ég þessa líka snilldarhugmynd. Það yrði bara of fyndið ef X-ið myndi fá einhvern til að vera á sama tíma og Svali er á FM957 en í stað þess að vera svona úberhress eins og þessir hnakkar eru á FM væri gaurinn frekar depressed, allaveganna ekki viðbjóðslega hress. Og hvað haldið þið að gaurinn ætti að kalla sig? Jú, Hi-C.
Nú Charlies Angels eða Stinnir Rassar 2 er svona no-brainer kvikmynd þar sem maður er ekki að hugsa um persónusköpun of mikið eða eitthvað þannig heldur er bara keyrt áfram í flottum atriðum, en eitt fannst mér soldið slakt við hana og það er að í myndinni er verið að reyna að segja frá of mörgum hlutum, koma fullt af fólki inn í myndina og þessháttar. Því fékk ekkert plott nægan tíma í myndinni til að leysast. Það var það sem mér fannst mest að þessari mynd. En annars eru þetta viðbjóðslega flott atriði mörg hver og ekki leiðinlegt að horfa á allar þessar flottu stúlkur. Demi Moore er svaðalega fine í þessari mynd og liggur við að hún sé flottari en Englarnir.
Að lokum legg ég til að allir reyni að nálgast lagið Exit Music(for a film) eftir Radiohead í útgáfu Brad Mehldau, þvílík snilld.
Nú Charlies Angels eða Stinnir Rassar 2 er svona no-brainer kvikmynd þar sem maður er ekki að hugsa um persónusköpun of mikið eða eitthvað þannig heldur er bara keyrt áfram í flottum atriðum, en eitt fannst mér soldið slakt við hana og það er að í myndinni er verið að reyna að segja frá of mörgum hlutum, koma fullt af fólki inn í myndina og þessháttar. Því fékk ekkert plott nægan tíma í myndinni til að leysast. Það var það sem mér fannst mest að þessari mynd. En annars eru þetta viðbjóðslega flott atriði mörg hver og ekki leiðinlegt að horfa á allar þessar flottu stúlkur. Demi Moore er svaðalega fine í þessari mynd og liggur við að hún sé flottari en Englarnir.
Að lokum legg ég til að allir reyni að nálgast lagið Exit Music(for a film) eftir Radiohead í útgáfu Brad Mehldau, þvílík snilld.