A site about nothing...

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Bara búið að breyta blogger, vonandi er þetta orðið stöðugt hjá þeim og ekki alltaf að hrynja og maður tapi póstum og svona. Lítur annars bara vel út hjá þeim.

Ég komst að því í dag að ég hlýt að fá tilnefningu til dofnasta manns ársins. Þannig er mál með vexti að á sunnudeginum síðasta fórum ég og Tommi í sund í Laugardalslaug. Þegar ég fer í sund tek ég af mér úrið og geymi vanalega í skápnum og þetta skiptið var engin undantekning. Allaveganna þegar við förum upp úr og erum búnir að klæða okkur finnst mér eitthvað vanta. Jú það vantar úrið, hefst nú mikil leit hjá mér, þar sem ég kafa djúpt ofan í buxnavasana að framan, jakkavasann, inn í skáp og allt en allt kemur fyrir ekki og ekki finnst úrið. Ég hringi seinna um daginn til að spyrja hvort þeir hafi fundið eitthvað úr en þeir segja mér að tala við þá daginn eftir því þá verði búið að leita í klefunum. Daginn eftir fer ég eftir vinnu í laugardalinn og athuga hvort þeir hafi fundið úrið en ekki er það svo gott. Núna var ég búinn að gefa upp alla von. Búinn að leita um allt heima og búinn að athuga laugardalslaug. Svo núna í dag á leið minni heim úr vinnu finnast mér buxurnar eitthvað óþægilegar hjá rassinum, svona tilfinning eins og buxurnar hefðu krumpast undir eða eitthvað. Ég laga það að ég held en áfram heldur þessi tilfinning, grennslast ég þá betur fyrir og viti menn, þar var úríð í rassvasanum og hafði verið í 3 daga og ég ekki fattað neitt.