A site about nothing...

sunnudagur, júlí 13, 2003

Hélt í gær grillveislu fyrir bekkinn minn sökum þess að fjölskyldan var í burtu. Mæting var ágæt og stemmning fín. Ég sagði fólki að þetta byrjaði klukkan hálfsjö og svo yrði byrjað að grilla upp úr sjö. Klukkan hálfsjö var enginn mættur og það leið klukkutími áður en fólk fór að láta sjá sig. Og mér til mikillar furðu voru það Marta Margrét og Ragnhildur sem komu fyrstar en þær eru einmitt annálaðar fyrir að vera með seinna fólki. Svo týndist fólk hægt og rólega hérna inn og svona upp úr 8 var byrjað að grilla. Svo frá mér var farið heim til Mörtu og fólk komið þangað um tólf leytið (hentaði mér ágætlega svo ég væri ekki að æra nágrannana). Marta var góður gestgjafi og töfraði fram hinar ýmsu veitingar handa okkur. T.d. var þarna einkar ljúffeng daim terta sem hún hitaði og ís með henni, snúðar, vínabrauð og fleira góðgæti. Við vorum hjá Mörtu til svona háfltvö og þá var farið niður í bæ og shit hvað það voru margir niðrí bæ. Ég hef sjaldan séð jafnmarga í bænum og í gærkvöldi og raðirnar voru endalausar. Höskuldur var maðurinn í bænum því það voru ófáir sem heilsuðu upp á hann á meðan við hin þekktum varla neinn og ekki laust við að við fynndum fyrir minnimáttarkennd gagnvart Höskuldi. Svo kom ég heim um hálffimm leytið og byrjaði að taka til. Sem ég svo kláraði þegar ég vaknaði í dag. Svona í heildina litið þá heppnaðist þetta ágætlega og var gaman að geta farið til mörtu líka og verið þar soldið. Ég er persónulega á þeirri skoðun að heimapartý sé skemmtilegra en bærinn en það eru alltaf einhverjir sem verða að fara í bæinn og þarafleiðandi eyðileggja gott heimapartý.

Svo keypti ég mér línuskauta í gær. Ég fékk svolitla bakteríu fyrir þessu eftir námskeiðið og þar sem ég var staddur í Intersport á útsölunni og mikið af virkilega góðum skautum voru með 50% afslætti ákvað ég að skella mér á svoleiðis enda er þetta langtímafjárfesting í hreyfingu. Skórnir kostuðu upphaflega í kringum sextánþúsundkallinn en ég fékk þá í kringum áttaþúsundkallinn sökum afsláttar. Þetta eru helvíti vandaðir og góðir skautar og núna bíður maður bara eftir góða veðrinu sem á að koma seinna í vikunni til að fara að renna sér.