A site about nothing...

laugardagur, júlí 19, 2003


Tók þessa mynd í kvöld af strákunum og vorum við sammála um að þessi mynd yrði góð sem cover á plötuumslag. Hún er mun betri þegar hún er séð aðeins ljósari. Myndin var tekin í bjórpásu eftir hörkuleik í basket.

Eftir vinnu í dag ákvað ég að ég ætlaði ekki að vera einhver súr geit og fara heim og borða pizzu, því fékk ég bróður minn með mér í það að við myndum bara fá okkur eitthvað að borða í bænum og tjilla þar því veðrið var þvílíkt gott, glæpur að þurfa að vinna inni þegar það er svona. Ég leit aðeins á fótboltamótið á ingólfstorgi og viti menn þar voru Sjonni, Grétar og Maggi að keppa og Hrafn var að horfa á. Ég horfði nottla á og svo komu Káki og Fjalarr. Eftir leiki strákanna fórum við á Austurvöll og þá voru Gunni B og Ingi og Sigurlaug kærasta hans komin i hópinn. Austurvöllur var snilld. Fólk í hakký og frisbý og bara almennt í góðri stemmningu. Svo fórum við aftur að horfa á mótið því strákarnir höfðu komist í 24 liða úrslit. Í þann leik mættu ekki Grétar og Maggi en Gulli kom í staðinn ásamt einhverjum dude. Strákarnir töpuðu þó svo þeir voru miklu betri aðilinn. Svo þegar leiknum var nýlokið þá komu Maggi og Grétar. Frá fótboltamótinu fórum við í basket í Austurbæjarskóla þar sem við vorum til tólf. Þá fór ég heim og strákarnir í bæinn.