Var að vinna í gær frá 10-16. Aldrei haft jafn mikið að gera á laugardegi og var stanslaus straumur fólks í búðina enda kanski engin furða þar sem veðrið var svona gott. Eftir vinnu fór ég niðrí bæ og naut góða veðursins, bjallaði í Káka og hann og Fjalarr hittu mig síðan og við tjilluðum á Austurvelli. Svo ákváðum við að fara heim til Kákans og grilla. Ég náði í Gbus (Gunna B) og við brunuðum svo heim til Káka. Þegar við vorum búnir að grilla fórum við í nýjan leik sem ég ætla að útskýra fyrir ykkur. Leikurinn virkar þannig að það eru þrír sem spila. Leikmenn eiga að slá á milli sín flugu (Badminton) en mega ekki smassa eða neitt þannig, þeir verða að reyna að gefa góða sendingu á einhvern annan leikmann og halda þannig spilinu gangandi. Svo ef einhver klúðrar, hittir ekki eða hittir illa þá fær hann á sig stig. Það er dómnefnd sem ákveður hver fær stigið á sig, hvort það var sendingin sem var léleg eða hvort sá sem fékk fluguna hefði getað náð henni. Ef dómarar eru ekki sammála þá getur komið upp einvígi. Einvígi virkar þannig að þeir sem dómararnir dæmdu á eiga að slá fluguna sín á milli þangað til annar klúðrar sendingu eða eitthvað þannig.
Svo þegar einhver leikmaður er kominn með fimm stig þá dettur hann út og nýr maður kemur inn á. Sá maður sem datt úr fer þá í dómnefndina. Einnig var hægt að fá refsistig, til dæmis ef leikmaður henti frá sér spaðanum eftir að hafa dottið út byrjaði hann með eitt stig á sér næst þegar hann kom inná.
Það er soldið erfitt að útskýra nákvæmlega hvernig þessi leikur virkar en þetta er í megindráttum svona.
Þennan leik spiluðum við í einhverja þrjá eða fjóra tíma.
Metallicu menn eru greinilega eitthvað búnir að missa það sbr þetta:
MONTREAL — Metallica are taking legal action against independant Canadian rock band Unfaith over what they feel is unsanctioned usage of two chords the band has been using since 1982 : E and F.
"People are going to get on our case again for this, but try to see it from our point of view just once," stated Metallica's Lars Ulrich. "We're not saying we own those two chords, individually - that would be ridiculous. We're just saying that in that specific order, people have grown to associate E, F with our music."
Annars má lesa um þetta hér. Þetta finnst mér alveg fáránlega heimskulegt af þeim að banna einhverri hljómsveit að nota hljóminn E og á eftir fylgir F.
Þetta gerir ekki mikið til að hækka álit mitt á Metallica, því það er frekar lágt síðan þeir ákváðu að eyðileggja Napster.
Svo þegar einhver leikmaður er kominn með fimm stig þá dettur hann út og nýr maður kemur inn á. Sá maður sem datt úr fer þá í dómnefndina. Einnig var hægt að fá refsistig, til dæmis ef leikmaður henti frá sér spaðanum eftir að hafa dottið út byrjaði hann með eitt stig á sér næst þegar hann kom inná.
Það er soldið erfitt að útskýra nákvæmlega hvernig þessi leikur virkar en þetta er í megindráttum svona.
Þennan leik spiluðum við í einhverja þrjá eða fjóra tíma.
Metallicu menn eru greinilega eitthvað búnir að missa það sbr þetta:
MONTREAL — Metallica are taking legal action against independant Canadian rock band Unfaith over what they feel is unsanctioned usage of two chords the band has been using since 1982 : E and F.
"People are going to get on our case again for this, but try to see it from our point of view just once," stated Metallica's Lars Ulrich. "We're not saying we own those two chords, individually - that would be ridiculous. We're just saying that in that specific order, people have grown to associate E, F with our music."
Annars má lesa um þetta hér. Þetta finnst mér alveg fáránlega heimskulegt af þeim að banna einhverri hljómsveit að nota hljóminn E og á eftir fylgir F.
Þetta gerir ekki mikið til að hækka álit mitt á Metallica, því það er frekar lágt síðan þeir ákváðu að eyðileggja Napster.