Já skólinn byrjaður aftur og kennararnir voru ekkert að tvínóna við hlutina og dembdu sér í námsefnið. Sumir voru svo kræfir að þeir nýttu dæmatíma til að vera með fyrirlestur. Ég sé fram á að þriðjudagar verði mjög leiðinlegir, alltof langir eitthvað. En mér líst samt ágætlega á nýju fögin. Svo var gaman að svipast um hverjir væru eftir og mesta furða var hversu margir voru ennþá í verkfræðinni, t.d. var Angelina Jolie look-a-like-ið ennþá sem er mjög gott. Svo eru komin ný andlit inn, einhver sem hafa kanski ekki náð þessum tiltekna áfanga þannig að þetta stefnir í stemmara bara.
Önundur bara kominn með nýtt look á síðuna, lítur ágætlega út hjá drengnum. Er kanski full haukalegt fyrir minn smekk en tilbreyting er góð. Þetta er eins og þegar maður fær sér nýjan front á símann sinn, manni líður eins og maður hafi fengið nýjan síma og fær því ekki leið á símanum. T.d. fékk ég mér nýjan front í vetur og það halda mjög margir að ég sé með nýjan síma, því fronturinn er voða spes útlítandi.
Ég ætla að setja inn nýtt lag vikunnar. Ég gæti haft svona um 20 lög ef ég vildi því Háskólinn er svo örlátur að auka við geymsluplássið okkar upp í 200mb. En ég hef þau bara tvö í þetta skipti.
Annað lagið heitir Miss Dy-na-mi-tee með Miss Dynamite sem er bresk r&b/hip hop listamaður. Þessi stúlka fékk Mercury verðlaunin eftirsóttu núna síðust en til þeirra eru tilnefndar plötur sem hafa fengið mjög góða dóma en ekki náð að seljast yfir 500.000 eintök. T.d. var í fyrra eða hitt í fyrra Radiohead með Amnesiac tilnefnt. Það þykir mikill heiður að vinna þessi verðlaun. Ég tók fyrst eftir þessa eðal lagi í nýja Fifa-leiknum.
Hitt lagið sem fyrir valinu verður er Mr. Chombee takes the flaw(DJ Food Rebake) með The Herbaliser sem gerði t.d. B.L.E.N.D með rappstúlkunni What What, eitt af mínum uppáhalds rapplögum. Þetta er reyndar ekki rapplag heldur svona instrumental lag, virkilega flott. Endilega tjekkiði á því.