A site about nothing...

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Hvern hefdi grunad ad eg myndi blogga fyrsta daginn eftir ad eg kom ut, en eg er vist ad thvi. Eg og Kaki erum bunir ad vera a roltinu i dag i centrum københavn og erum nu staddir i tolvuveri DTU thar sem vid rakumst a Gigju og Soru, alveg gridarhressar stulkurnar.
Hef tekid eftir einu herna uti. Danir eru frekar gronn thjod, ekki mikid af feitu folki og folk almennt fit. Spurning hvort thetta se hjolanotkunin eda their hreyfi sig svona mikid. Annad sem madur tekur eftir lika er hvad margir reykja, faranlega margir i rauninni.

mánudagur, ágúst 30, 2004

Fór í skírn í dag. Systir mín var að skíra og fór athöfnin fram utandyra sem var ansi skemmtilegt. Barnið var skírt Karlotta Rut, það virðist vera í tísku að skíra tveimur nöfnum nú til dags. Það eru myndir frá viðburðnum á myndasíðunni minni.
Svo er ég bara farinn til Köben í heimsókn og bið að heilsa öllum í millitíðinni. Blogga þegar heim kemur og fleygi inn myndum, vi ses.

laugardagur, ágúst 28, 2004

Skellti mér í kvöld á Super Size Me og bauð bróður mínum með. Það verður að segjast að þetta var mjög fræðandi og skemmtileg mynd. Að sjá allt það sem maðurinn gengur í gegnum svo sem geðsveiflurnar og þyngdaraukningin, viðbrögð lækna við að sjá hvernig líkami hans er við það að gefast upp var allt mjög áhugavert. Í hléi hitti ég Önna og Unu og við Önni vorum nú eiginlega á því að okkur langaði dálítið í McDonalds eftir að hafa séð fyrri hluta myndarinnar. En allaveganna þá mæli ég með að fólk kíki á þessa mynd ef það langar í bíó, annars bíður það bara eftir myndinni á spólu, hún kemur áreiðanlega þangað líka.

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Seinasti dagurinn á morgun og ég var víst búinn að lofa að koma með eitthvað. Þannig að ég er þessa stundina að elda pastasalat. Pastasalat þetta er með kjúklingi sem ég eldaði í ofni, paprikum, agúrkum og dressingu og vonandi mun þetta smakkast vel. Annars er bara eintóm gleði að vera að klára, gæti varla unnið mikið lengur.
Við erum nokkrir strákar að spila í svona draumaliðsdeild sem enska úrvalsdeildin stendur fyrir. Hún virkar þannig að maður velur í lið hjá sér og heildarupphæð keyptra leikmanna má ekki fara uppfyrir ákveðið mark. Svo eru gefin stig fyrir hverja umferð. Nú vill svo til að eftir þrjár umferðir er Sigurjón staddur í efsta sæti yfir allt Ísland og mjög ofarlega að ég held í heiminum sem er nokkuð magnað. Það verður gaman að sjá hvort hann helst á toppnum.
Í öðrum fréttum er það helst að ég virðist hafa nælt mér í hálsbólgu sem er ekki nógu hressandi þar sem ég er á útleið, en ég hef verið að sjúga hálsbrjóstsykur í gríð og erg og vonandi mun það hjálpa eitthvað.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Umferðin í morgun var killer, ástæðan? Jú menntaskólarnir eru byrjaðir aftur. Þarf eflaust að vakna fyrr en ég geri á morgun svo ég komist á réttum tíma eða þá að ég þarf að taka mér minni tíma að taka mig til. Ég er nefnilega alveg svona 40 mínútur á morgnana að taka mig til og stundum lengur. Fyrst þarf maður að finna styrkinn til að fara á fætur en ekki að leggjast aftur og það reynist oft erfitt. Svo þarf maður að borða morgunmatinn og helst lesa moggann eða fréttablaðið eða bæði. Því næst þarf að búa til nesti og þeir sem þekkja mig vita að ég geri stundum soldið djúsí samlokur og það tekur tíma að búa þær til. Svo ef ég þarf að þvo hárið líka eða gera eitthvað annað um morguninn þá er næstum hægt að bóka að ég mæti of seint. Því þó svo maður nái kanski að gera þessa hluti á skikkanlegum tíma, þá munar um 5-10 mínútum á því hvenær maður leggur af stað hvernig umferðin er.
Gerði feit mistök í dag. Fór að æfa nánast á tóman maga og tvisvar leið mér eins og það myndi líða yfir mig. Svo þegar ég kom heim þá var ég algjörlega búinn á því. Þetta er eitthvað sem maður lærir af, ekki æfa á tóman maga.
Þá eru bara tveir dagar eftir af vinnunni og í dag var ég alvarlega að gæla við þá hugmynd að hætta eftir morgundaginn, en ég mun líklega þrauka. Dagurinn er lengri að líða en í upphafi sumars, enda þetta soldið dauður tími og stundum ekkert að gera. Þá verður maður að stóla á að það komi sending sem haldi manni við efnið, annars eru bara leiðindi framundan.

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Kíkti í bæinn í gærkvöldi, langaði að tjekka á nokkrum tónleikum. Bærinn var vitaskuld pakkaður. Kíkti við hjá Ara í Ögri þar sem Acoustics voru að spila með Agli Rafnssyni, mjög skemmtilegt og svo fór ég á Mínus áður en flugeldasýningin byrjaði. Það helsta sem ég gerði samt í bænum var að taka myndir. Var að prufa hluti og því mikill meirihluti svipaður, ein og ein mynd þó mjög góðar að mínu mati. Myndirnar má sjá hér.
Skemmtilegast í gær fannst mér OgVodafone bandið, þónokkuð af myndum af þeim á myndasíðunni. Þetta voru trommuleikarar og blásturshljóðfæraleikarar sem meðal annars koma úr Jagúar og ég sá þá eftir flugeldasýninguna í Lækjargötu þar sem þeir röltu um og spiluðu þvílíka stuð tónlist. Ég kíkti betur á þetta þar sem þeir stoppuðu við ljósin í Lækjargötunni við Kebabhúsið og brjáluð stemmning myndaðist. Þetta var brjáluð svona Karnival stemmning og ekki skemmdi fyrir að veðrið var svona gott. Fólk myndaði hring um þá, klappaði og söng. Svo bættist í hópinn, þ.e. við bandið, þvi þá komu meðal annars Jónsi og Orri held ég úr Sigurrós ásamt nokkrum öðrum en þau voru líka með trommur og eitthvað. Algjör snilld.

Ég fór að pæla í dulitlu á föstudaginn þar sem ég var í kveðjuhófi hjá Ástu Siggu og var að spjalla við fólk. Á skemmtistöðum er tónlistin vanalega spiluð ansi hátt og maður þarf nánast að öskra til að tala saman. Ef maður stendur nálægt manneskjunni þá getur það verið ansi sárt þannig að þetta er soldið hvimleitt. Hversu gott væri að kunna táknmál á svona stundu? Þetta hljómar kanski soldið svona kvikindislega en samt ef maður pælir í því þá er þetta ein af þeim stundum þar sem ég hefði ekki á móti því að kunna táknmál.

Þá eru bara 4 dagar eftir af vinnunni þetta sumarið og maður farinn að hlakka til að klára.

laugardagur, ágúst 21, 2004

Fjalla/ferðaklúbburinn Geitin varð til seinasta fimmtudag þegar ég, Tommi og Ari klifum Esjuna. Hvorki ég né Tommi höfðum áður farið en Ari hefur farið 3svar eða svo. Við fórum það sem telst algengasta leiðin en á leiðinni ákváðum við að fara aðeins brattari leið en allra algengasta leiðin fer, því þá yrðum við fljótari og meiri líkur að sólar myndi njóta við allan tímann. Ég tímabili á leiðinni upp og sérstaklega þegar það var frekar lítið eftir var ég að pæla í því að hætta, því ég var með þvílíkan bruna í kálfum og hnén voru að gefa sig, en strákarnir drógu mig áfram og er ég þeim þakklátur fyrir það. Það hefði verið synd að gefast upp. Uppi á toppnum tókum við nokkrar myndir og þær má sjá ef þið veljið myndalinkinn hér til hliðar og farið neðst.
Ég fór á fund í skólanum sem tengdist okkur þriðju árs nemum og var þar meðal annars rætt um hugsanlega útskriftarferð. Svo fór að ég endaði nefnd, bauð mig reyndar fram, sem á að finna út hvað þetta mun koma til með að kosta. Það verður gaman sjá hvað kemur út úr því og vonandi verður þetta góð ferð.
Ásta Sigga hélt kveðjuhóf í gær á Hverfisbarnum, því stúlkukindin er að flytja búferlum til Danmerkur þar sem hún mun hefja nám í DTU. Stelpan þekkir alveg fáránlega marga þannig að maður hitti fullt af liði og svo eftir 12 þá kom fleira lið á svæðið og stemmningin var mjög fín. Reyndar var ég svosem ekkert að kveðja hana strax því ég fer til Danmerkur í lok mánaðirins og býst nú við að hitta hana þá.
Ég vaknaði frekar snemma, þ.e. 12:30, eftir djamm gærdagsins svo ég kæmist örugglega í pínu menningarreisu. Einn af atburðum dagsins var söguganga þar sem gengið var um í Þingholtunum og sagt frá húsunum, í hvaða stíl þau voru byggð, hverjir áttu þau og hvaða hlutverkum þau gegndu og var talsverður fjöldi sem fór í þessa ferð. T.d. veit ég núna að það var minnir mig Einar P. Jónsson sem byggði húsið hans Ara í kringum 1902 og stíllinn á húsinu er blanda af Sweitser(borið svona fram en stafsetning ekki endilega rétt) stíl og klassískum stíl með íslensku ívafi. Sweitser stíllinn kom upprunalega frá Swiss en fluttist til Noregs og þróaðist þar og kom svo hingað til Íslands. Íslenska ívafið er svo notkunin á bárujárni.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Lokaleikur seasonins í Carlsberg deildinni og sigur í honum. Hörkubarátta var í leiknum og endaði hann 2-1, eftir að við höfðum komist í 2-0.
Fór í bæinn á laugardagskvöldið sem er ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að þegar ég var á Kofa Tómasar Frænda þá labbar stelpa upp að mér, spyr hvort ég sé ekki sá sem ég er og svo kynnir sig . Svo segir hún mér að við höfðum leikið okkur saman á leikskóla og verið rosagóðir vinir þar og að hún hefði verið skotin í mér. Þetta kallar maður minni, ég man varla hvað ég gerði fyrir 2 árum hvað þá 15 árum. Reyndar kom í ljós að hún hafði unnið með mér í tvo daga í unglingavinnunni og að hún þekkti stelpu sem ég þekki, en ég kalla hana góða að muna svona.
Annað svona bæjarmóment gerðist helgina á undan. Þá var ég á leið heim og kom að Prikinu þegar ég rekst á 4 sem voru með mér í víðó og þeir voru ekki saman þarna eða neitt, við bara hittumst og á meðan þetta gerðist þá hringdi síminn tvisvar og Saga labbaði framhjá líka. Frekar fyndið að lenda í svona.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Ég fór í heimsókn til bróður míns á Hvolsvelli í gær. Þar var sól og blíða og eyddi ég deginum í það að æfa mig að chippa í garðinum hjá honum og að týna rifsber. Svo keyrði ég í bæinn um kvöldið. Það var búið að vera sól allan daginn og varla ský á himni. Þegar ég er rétt nýlagður af stað þá sé ég að framundan eru ský og sólin er að blokkerast af þeim. Mjög áhrifarík sjón, eins og sjá má á þessari mynd sem ég tók á ferð. Til að auka áhrifin þá var ég að hlusta á OK Computer og þetta var svo eitthvað perfect móment, himininn og tónlistin að ég get varla lýst því. Minnir endilega að Exit music(for a film) hafi hljómað undir meðan ég sá þetta, snilld.

föstudagur, ágúst 13, 2004

Bond, James Bond
Flestir sem hafa séð Bond myndirnar og þá sérstaklega þær gömlu vita að þar eru margar perlur sem hafa verið titillög myndanna. Má þar nefna, We have all the time in the World úr On her majesty´s secret service og You only live twice úr samnefndri kvikmynd. Nú hafa tvær hljómsveitir sem eru í miklum metum hjá mér coverað lög úr þessum myndum. Annars vegar Radiohead sem tóku Nobody Does It Better og svo Coldplay sem tóku You only live twice(smellið á lagið til að hlusta á það). Bæði þessi lög eru frábærlega coveruð hjá hljómsveitunum og margir tala t.d. um að besta coverlag Radiohead sé einmitt Nobody Does it Better. Þannig að nú er spurningin, er hægt að setja samansemmerki hjá mér á milli þess að bresk hljómsveit coveri gamalt Bond lag á snilldarlegan hátt og að ég fíli hljómsveitina í tætlur? Eða mætti segja að það eru bara góðar hljómsveitir sem coveri James Bond lög?

Maður hatar ekki veðrið eins og það hefur verið seinustu daga. Í dag var aftur bongóblíða og fékk ég að fara fyrr heim þannig að ég skellti mér í World Class og var mættur um 4 leytið. Þegar ég labbaði inn í tækjasalinn fannst mér hálf tómlegt þarna inni. Svo leit ég út og sá að það var búið að koma fyrir slatta af tækjum upp úti og hlaupabrettum og hjólum og svona. Svo var búið að setja upp hátalara og tónlist dunaði, auk þess sem borð og stólar og sólbekkir voru um víðan völl. Þetta var síðan allt upptekið og hreinlega pakkað í sundi og stemmningin frábær. Eftir æfinguna gat ég ekki annað en farið í sund og tekið pínu sólbað í leiðinni. Svo í kvöld hringdu bókarormarnir í mig og fengu mig til að kíkja í basket sem var helvíti gaman í svona góðu veðri, heitt og alveg logn. Svona á sumarið að vera.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Magnað veður í dag, forstjórinn gaf meira að segja frí, þ.e. allir fengu að fara svona 50 mínútur fyrr en venjulega og einnig var gefinn ís. Ekki oft sem svona heitur vindur er, eins og einhver sé með hárþurrku í gangi. Eftir vinnu skelltum ég og Tumi okkur í golf í Setbergið. Fyrsta skiptið sem ég þarf að spila með öðrum en vinum mínum í holli því við spiluðum með einhverjum hjónum. Við vorum ekki að spila vel en þannig er það nú bara, en alltaf gaman geta spilað í svona góðu veðri. Maður hatar ekki góða veðrið, svo mikið er víst.
Ég hlakka mikið til föstudagsins þegar ég fer í nudd. Pantaði mér tíma í vikunni í svona hálftíma partanudd í Laugardalslaug og stefni á að fara svona 4 sinnum eða svo í þetta. Ég hef haft í þónokkur ár vöðvabólgu í öxlunum og svo núna í vetur og sumar hafði ég bólgur í enni og einhvern leiðindi sem skapa spennuhöfuðverki, sem er ekki gott. Vonandi lagast þetta eitthvað við að kíkja í nudd.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Zoolanders

föstudagur, ágúst 06, 2004

Lagerinn hjá HP er ansi stór og allskonar stöff er þarna inni. Þó margir tengi HP bara við filmur og myndavélar þá erum við líka með prentara frá Epson, rafhlöður, ramma, prentvörur, kvikmyndafilmur, röntgen stöff og fleira. Þannig að það er óhætt að segja að það sé mikið svona mix af lyktum sem fylgi þessum lager og fer það algjörlega eftir staðsetningu manns á hverjum tíma hvernig lykt maður finnur. T.d. er einn gangur þar sem geymdir eru rammar frá fyrirtæki sem heitir Hama, þar er einhver skítafýla, svona saurleg eitthvað, væg þó. Ekki eins og einhver hafi dömpað á gólfið og falið undir hillunum. Í ganginum með prentvörunum er lyktin soldið svona eins og af niðursoðnum sveppum frá Ora, lykt sem ég eiginlega þoli ekki, auk þess eru þeir sveppir mjög vondir en það er annað mál. Svo stundum ef vindátt er þessháttar getur maður fundið lyktina af flugvélabensíni þar sem lagerinn er nú við hliðina á flugvellinum, en það gerist þó sjaldan.
Í gær fjárfesti ég í flugmiða til DK og mun ég fljúga út 30. ágúst. Ég gat valið mér sæti og á útleiðinni voru frekar mörg upptekin þannig að ég þurfti að velta því mikið fyrir mér hvar gott væri að sitja. Kallaði ég til sérfræðinga til að hjálpa mér að velja því maður vill ekki lenda í skítasætum og svo loksins þegar ég hafði ákveðið þá hafði það tekið of langan tíma þannig að ég þurfti að byrja aftur. En það er ekki laust við að maður hlakkar til að kíkja í veldi dana og ekki sakar að það verða þónokkuð margir af vinum manns þarna úti. Káki og Fjallar, Sara, Gígja og Ásta Sigga verða öll úti og við eigum eflaust eftir að gera eitthvað skemmtilegt saman. Einnig langar mig soldið að kíkja yfir til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Lundar sem er háskólabær og skoða skólann þar. Hann bíður nefnilega upp á mjög fjölbreytt framhaldsnám.