Ég fór í heimsókn til bróður míns á Hvolsvelli í gær. Þar var sól og blíða og eyddi ég deginum í það að æfa mig að chippa í garðinum hjá honum og að týna rifsber. Svo keyrði ég í bæinn um kvöldið. Það var búið að vera sól allan daginn og varla ský á himni. Þegar ég er rétt nýlagður af stað þá sé ég að framundan eru ský og sólin er að blokkerast af þeim. Mjög áhrifarík sjón, eins og sjá má á þessari mynd sem ég tók á ferð. Til að auka áhrifin þá var ég að hlusta á OK Computer og þetta var svo eitthvað perfect móment, himininn og tónlistin að ég get varla lýst því. Minnir endilega að Exit music(for a film) hafi hljómað undir meðan ég sá þetta, snilld.
sunnudagur, ágúst 15, 2004
|
<< Home