A site about nothing...

föstudagur, ágúst 06, 2004

Lagerinn hjá HP er ansi stór og allskonar stöff er þarna inni. Þó margir tengi HP bara við filmur og myndavélar þá erum við líka með prentara frá Epson, rafhlöður, ramma, prentvörur, kvikmyndafilmur, röntgen stöff og fleira. Þannig að það er óhætt að segja að það sé mikið svona mix af lyktum sem fylgi þessum lager og fer það algjörlega eftir staðsetningu manns á hverjum tíma hvernig lykt maður finnur. T.d. er einn gangur þar sem geymdir eru rammar frá fyrirtæki sem heitir Hama, þar er einhver skítafýla, svona saurleg eitthvað, væg þó. Ekki eins og einhver hafi dömpað á gólfið og falið undir hillunum. Í ganginum með prentvörunum er lyktin soldið svona eins og af niðursoðnum sveppum frá Ora, lykt sem ég eiginlega þoli ekki, auk þess eru þeir sveppir mjög vondir en það er annað mál. Svo stundum ef vindátt er þessháttar getur maður fundið lyktina af flugvélabensíni þar sem lagerinn er nú við hliðina á flugvellinum, en það gerist þó sjaldan.
Í gær fjárfesti ég í flugmiða til DK og mun ég fljúga út 30. ágúst. Ég gat valið mér sæti og á útleiðinni voru frekar mörg upptekin þannig að ég þurfti að velta því mikið fyrir mér hvar gott væri að sitja. Kallaði ég til sérfræðinga til að hjálpa mér að velja því maður vill ekki lenda í skítasætum og svo loksins þegar ég hafði ákveðið þá hafði það tekið of langan tíma þannig að ég þurfti að byrja aftur. En það er ekki laust við að maður hlakkar til að kíkja í veldi dana og ekki sakar að það verða þónokkuð margir af vinum manns þarna úti. Káki og Fjallar, Sara, Gígja og Ásta Sigga verða öll úti og við eigum eflaust eftir að gera eitthvað skemmtilegt saman. Einnig langar mig soldið að kíkja yfir til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Lundar sem er háskólabær og skoða skólann þar. Hann bíður nefnilega upp á mjög fjölbreytt framhaldsnám.