A site about nothing...

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Lokaleikur seasonins í Carlsberg deildinni og sigur í honum. Hörkubarátta var í leiknum og endaði hann 2-1, eftir að við höfðum komist í 2-0.
Fór í bæinn á laugardagskvöldið sem er ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að þegar ég var á Kofa Tómasar Frænda þá labbar stelpa upp að mér, spyr hvort ég sé ekki sá sem ég er og svo kynnir sig . Svo segir hún mér að við höfðum leikið okkur saman á leikskóla og verið rosagóðir vinir þar og að hún hefði verið skotin í mér. Þetta kallar maður minni, ég man varla hvað ég gerði fyrir 2 árum hvað þá 15 árum. Reyndar kom í ljós að hún hafði unnið með mér í tvo daga í unglingavinnunni og að hún þekkti stelpu sem ég þekki, en ég kalla hana góða að muna svona.
Annað svona bæjarmóment gerðist helgina á undan. Þá var ég á leið heim og kom að Prikinu þegar ég rekst á 4 sem voru með mér í víðó og þeir voru ekki saman þarna eða neitt, við bara hittumst og á meðan þetta gerðist þá hringdi síminn tvisvar og Saga labbaði framhjá líka. Frekar fyndið að lenda í svona.