A site about nothing...

föstudagur, ágúst 13, 2004

Bond, James Bond
Flestir sem hafa séð Bond myndirnar og þá sérstaklega þær gömlu vita að þar eru margar perlur sem hafa verið titillög myndanna. Má þar nefna, We have all the time in the World úr On her majesty´s secret service og You only live twice úr samnefndri kvikmynd. Nú hafa tvær hljómsveitir sem eru í miklum metum hjá mér coverað lög úr þessum myndum. Annars vegar Radiohead sem tóku Nobody Does It Better og svo Coldplay sem tóku You only live twice(smellið á lagið til að hlusta á það). Bæði þessi lög eru frábærlega coveruð hjá hljómsveitunum og margir tala t.d. um að besta coverlag Radiohead sé einmitt Nobody Does it Better. Þannig að nú er spurningin, er hægt að setja samansemmerki hjá mér á milli þess að bresk hljómsveit coveri gamalt Bond lag á snilldarlegan hátt og að ég fíli hljómsveitina í tætlur? Eða mætti segja að það eru bara góðar hljómsveitir sem coveri James Bond lög?

Maður hatar ekki veðrið eins og það hefur verið seinustu daga. Í dag var aftur bongóblíða og fékk ég að fara fyrr heim þannig að ég skellti mér í World Class og var mættur um 4 leytið. Þegar ég labbaði inn í tækjasalinn fannst mér hálf tómlegt þarna inni. Svo leit ég út og sá að það var búið að koma fyrir slatta af tækjum upp úti og hlaupabrettum og hjólum og svona. Svo var búið að setja upp hátalara og tónlist dunaði, auk þess sem borð og stólar og sólbekkir voru um víðan völl. Þetta var síðan allt upptekið og hreinlega pakkað í sundi og stemmningin frábær. Eftir æfinguna gat ég ekki annað en farið í sund og tekið pínu sólbað í leiðinni. Svo í kvöld hringdu bókarormarnir í mig og fengu mig til að kíkja í basket sem var helvíti gaman í svona góðu veðri, heitt og alveg logn. Svona á sumarið að vera.