Kíkti í bæinn í gærkvöldi, langaði að tjekka á nokkrum tónleikum. Bærinn var vitaskuld pakkaður. Kíkti við hjá Ara í Ögri þar sem Acoustics voru að spila með Agli Rafnssyni, mjög skemmtilegt og svo fór ég á Mínus áður en flugeldasýningin byrjaði. Það helsta sem ég gerði samt í bænum var að taka myndir. Var að prufa hluti og því mikill meirihluti svipaður, ein og ein mynd þó mjög góðar að mínu mati. Myndirnar má sjá hér.
Skemmtilegast í gær fannst mér OgVodafone bandið, þónokkuð af myndum af þeim á myndasíðunni. Þetta voru trommuleikarar og blásturshljóðfæraleikarar sem meðal annars koma úr Jagúar og ég sá þá eftir flugeldasýninguna í Lækjargötu þar sem þeir röltu um og spiluðu þvílíka stuð tónlist. Ég kíkti betur á þetta þar sem þeir stoppuðu við ljósin í Lækjargötunni við Kebabhúsið og brjáluð stemmning myndaðist. Þetta var brjáluð svona Karnival stemmning og ekki skemmdi fyrir að veðrið var svona gott. Fólk myndaði hring um þá, klappaði og söng. Svo bættist í hópinn, þ.e. við bandið, þvi þá komu meðal annars Jónsi og Orri held ég úr Sigurrós ásamt nokkrum öðrum en þau voru líka með trommur og eitthvað. Algjör snilld.
Ég fór að pæla í dulitlu á föstudaginn þar sem ég var í kveðjuhófi hjá Ástu Siggu og var að spjalla við fólk. Á skemmtistöðum er tónlistin vanalega spiluð ansi hátt og maður þarf nánast að öskra til að tala saman. Ef maður stendur nálægt manneskjunni þá getur það verið ansi sárt þannig að þetta er soldið hvimleitt. Hversu gott væri að kunna táknmál á svona stundu? Þetta hljómar kanski soldið svona kvikindislega en samt ef maður pælir í því þá er þetta ein af þeim stundum þar sem ég hefði ekki á móti því að kunna táknmál.
Þá eru bara 4 dagar eftir af vinnunni þetta sumarið og maður farinn að hlakka til að klára.
Skemmtilegast í gær fannst mér OgVodafone bandið, þónokkuð af myndum af þeim á myndasíðunni. Þetta voru trommuleikarar og blásturshljóðfæraleikarar sem meðal annars koma úr Jagúar og ég sá þá eftir flugeldasýninguna í Lækjargötu þar sem þeir röltu um og spiluðu þvílíka stuð tónlist. Ég kíkti betur á þetta þar sem þeir stoppuðu við ljósin í Lækjargötunni við Kebabhúsið og brjáluð stemmning myndaðist. Þetta var brjáluð svona Karnival stemmning og ekki skemmdi fyrir að veðrið var svona gott. Fólk myndaði hring um þá, klappaði og söng. Svo bættist í hópinn, þ.e. við bandið, þvi þá komu meðal annars Jónsi og Orri held ég úr Sigurrós ásamt nokkrum öðrum en þau voru líka með trommur og eitthvað. Algjör snilld.
Ég fór að pæla í dulitlu á föstudaginn þar sem ég var í kveðjuhófi hjá Ástu Siggu og var að spjalla við fólk. Á skemmtistöðum er tónlistin vanalega spiluð ansi hátt og maður þarf nánast að öskra til að tala saman. Ef maður stendur nálægt manneskjunni þá getur það verið ansi sárt þannig að þetta er soldið hvimleitt. Hversu gott væri að kunna táknmál á svona stundu? Þetta hljómar kanski soldið svona kvikindislega en samt ef maður pælir í því þá er þetta ein af þeim stundum þar sem ég hefði ekki á móti því að kunna táknmál.
Þá eru bara 4 dagar eftir af vinnunni þetta sumarið og maður farinn að hlakka til að klára.