A site about nothing...

laugardagur, ágúst 21, 2004

Fjalla/ferðaklúbburinn Geitin varð til seinasta fimmtudag þegar ég, Tommi og Ari klifum Esjuna. Hvorki ég né Tommi höfðum áður farið en Ari hefur farið 3svar eða svo. Við fórum það sem telst algengasta leiðin en á leiðinni ákváðum við að fara aðeins brattari leið en allra algengasta leiðin fer, því þá yrðum við fljótari og meiri líkur að sólar myndi njóta við allan tímann. Ég tímabili á leiðinni upp og sérstaklega þegar það var frekar lítið eftir var ég að pæla í því að hætta, því ég var með þvílíkan bruna í kálfum og hnén voru að gefa sig, en strákarnir drógu mig áfram og er ég þeim þakklátur fyrir það. Það hefði verið synd að gefast upp. Uppi á toppnum tókum við nokkrar myndir og þær má sjá ef þið veljið myndalinkinn hér til hliðar og farið neðst.
Ég fór á fund í skólanum sem tengdist okkur þriðju árs nemum og var þar meðal annars rætt um hugsanlega útskriftarferð. Svo fór að ég endaði nefnd, bauð mig reyndar fram, sem á að finna út hvað þetta mun koma til með að kosta. Það verður gaman sjá hvað kemur út úr því og vonandi verður þetta góð ferð.
Ásta Sigga hélt kveðjuhóf í gær á Hverfisbarnum, því stúlkukindin er að flytja búferlum til Danmerkur þar sem hún mun hefja nám í DTU. Stelpan þekkir alveg fáránlega marga þannig að maður hitti fullt af liði og svo eftir 12 þá kom fleira lið á svæðið og stemmningin var mjög fín. Reyndar var ég svosem ekkert að kveðja hana strax því ég fer til Danmerkur í lok mánaðirins og býst nú við að hitta hana þá.
Ég vaknaði frekar snemma, þ.e. 12:30, eftir djamm gærdagsins svo ég kæmist örugglega í pínu menningarreisu. Einn af atburðum dagsins var söguganga þar sem gengið var um í Þingholtunum og sagt frá húsunum, í hvaða stíl þau voru byggð, hverjir áttu þau og hvaða hlutverkum þau gegndu og var talsverður fjöldi sem fór í þessa ferð. T.d. veit ég núna að það var minnir mig Einar P. Jónsson sem byggði húsið hans Ara í kringum 1902 og stíllinn á húsinu er blanda af Sweitser(borið svona fram en stafsetning ekki endilega rétt) stíl og klassískum stíl með íslensku ívafi. Sweitser stíllinn kom upprunalega frá Swiss en fluttist til Noregs og þróaðist þar og kom svo hingað til Íslands. Íslenska ívafið er svo notkunin á bárujárni.