Umferðin í morgun var killer, ástæðan? Jú menntaskólarnir eru byrjaðir aftur. Þarf eflaust að vakna fyrr en ég geri á morgun svo ég komist á réttum tíma eða þá að ég þarf að taka mér minni tíma að taka mig til. Ég er nefnilega alveg svona 40 mínútur á morgnana að taka mig til og stundum lengur. Fyrst þarf maður að finna styrkinn til að fara á fætur en ekki að leggjast aftur og það reynist oft erfitt. Svo þarf maður að borða morgunmatinn og helst lesa moggann eða fréttablaðið eða bæði. Því næst þarf að búa til nesti og þeir sem þekkja mig vita að ég geri stundum soldið djúsí samlokur og það tekur tíma að búa þær til. Svo ef ég þarf að þvo hárið líka eða gera eitthvað annað um morguninn þá er næstum hægt að bóka að ég mæti of seint. Því þó svo maður nái kanski að gera þessa hluti á skikkanlegum tíma, þá munar um 5-10 mínútum á því hvenær maður leggur af stað hvernig umferðin er.
Gerði feit mistök í dag. Fór að æfa nánast á tóman maga og tvisvar leið mér eins og það myndi líða yfir mig. Svo þegar ég kom heim þá var ég algjörlega búinn á því. Þetta er eitthvað sem maður lærir af, ekki æfa á tóman maga.
Þá eru bara tveir dagar eftir af vinnunni og í dag var ég alvarlega að gæla við þá hugmynd að hætta eftir morgundaginn, en ég mun líklega þrauka. Dagurinn er lengri að líða en í upphafi sumars, enda þetta soldið dauður tími og stundum ekkert að gera. Þá verður maður að stóla á að það komi sending sem haldi manni við efnið, annars eru bara leiðindi framundan.
Gerði feit mistök í dag. Fór að æfa nánast á tóman maga og tvisvar leið mér eins og það myndi líða yfir mig. Svo þegar ég kom heim þá var ég algjörlega búinn á því. Þetta er eitthvað sem maður lærir af, ekki æfa á tóman maga.
Þá eru bara tveir dagar eftir af vinnunni og í dag var ég alvarlega að gæla við þá hugmynd að hætta eftir morgundaginn, en ég mun líklega þrauka. Dagurinn er lengri að líða en í upphafi sumars, enda þetta soldið dauður tími og stundum ekkert að gera. Þá verður maður að stóla á að það komi sending sem haldi manni við efnið, annars eru bara leiðindi framundan.