A site about nothing...

laugardagur, ágúst 28, 2004

Skellti mér í kvöld á Super Size Me og bauð bróður mínum með. Það verður að segjast að þetta var mjög fræðandi og skemmtileg mynd. Að sjá allt það sem maðurinn gengur í gegnum svo sem geðsveiflurnar og þyngdaraukningin, viðbrögð lækna við að sjá hvernig líkami hans er við það að gefast upp var allt mjög áhugavert. Í hléi hitti ég Önna og Unu og við Önni vorum nú eiginlega á því að okkur langaði dálítið í McDonalds eftir að hafa séð fyrri hluta myndarinnar. En allaveganna þá mæli ég með að fólk kíki á þessa mynd ef það langar í bíó, annars bíður það bara eftir myndinni á spólu, hún kemur áreiðanlega þangað líka.