Svimi svimi svitabað söng Stefán Hilmarz hér um árið og það átti svo sannarlega við í kvöld þegar 5000+ manns börðu Muse liða augum. Þegar inn var komið hélt ég að þetta væri árshátíð hjá unglingadeild Hagaskóla, slíkur var fjöldinn af þessu dvergum og mörg hver voru frekar ölvuð. En þegar í salinn var komið sá maður fólk á manns eigin aldri og eldri. Við, þ.e. ég, Tumi, Martin, Ari, Viðar vinur Ara og Elli Tomm vinur Tuma og Martins, fyrir miðju og biðum í góðan kortér áður en Muse byrjaði. Þeir komu með hvern slagarann á fætur öðrum og var ég virkilega sáttur við lagavalið. T.d. kom eitt lag af Hullabaloo sem er heavy töff og var gaman að heyra það live. Svo var rosalegt að sjá Bellamy, sem er eflaust einhver ofvirkasti maður sem ég hef séð, spila píanókaflann í Space Dementia. Það var sýnt á svona tjaldi bakvið þá. Þar sá maður hvernig hann spilaði þennan kafla með því að nota m.e. fingur hægri handar svona hlaupa niður nótnaborðið, virkilega flott. Í heildina þá verður að segjast að þetta voru frábærir tónleikar, enda ekki við öðru að búast.
Svo langar mig aðeins að ræða um eitt. Ég skil ekki fólk sem fer sótölvað á tónleika. Hvar er stemmningin í því. Þú veist ekkert hvar þú ert, nýtur ekki tónlistarinnar, og tekur miða frá einhverjum öðrum sem hefði miklu frekar vilja njóta tónlistarinnar heldur en að vera sótölvaður á tónleikunum og sjá ekki neitt. Einnig finnst mér að það eigi að vera aldurstakmark því mikið af þessum yngri krökkum hékk frammi og var ekkert að hlusta á þetta.
Gott að vera loksins byrjaður í prófum eftir þriggja vikna lærdómstörn. Það er alltaf ánægjulegt að geta algjörlega gleymt einhverju fagi, og ekki verra að byrja ágætlega. Þessa vikuna er soldil törn hjá mér í prófum. Föstudagur er Greining, laugardagur er Tölvunarfræði þannig að þetta verður stíft prógram, en svo er ekki próf fyrr en fimmtudag í næstu viku.
Bíllinn aftur kominn á verkstæði. Nú er hann farinn að taka upp á því að fara bara ekkert í á morgnana og í dag af öllum dögum ákvað hann að byrja á þessu alvarlega. Þ.e. þetta hafði gerst einu sinni áður í þessari viku, merkilegt nokk daginn eftir viðgerðina, en hann fór samt í gang stuttu seinna. En allaveganna í morgun fór hann bara ekkert í gang og ég á leiðinni í próf. Ég þurfti að taka leigubíl og svo eftir prófið þurfti ég að stússast í því að reyna finna út hvað væri að. Við prufuðum að gefa honum start en ekkert gerðist, svo ákvað ég að láta draga hann og Árni frændi minn kom og dróg mig á jeppanum þeirra. Það gekk furðuvel fyrir sig, einstaka svona högg þegar slaknaði á tauginni en gekk samt vel miðað við lengdina. Svo er ég kominn á planið fyrir utan verkstæðið og ætla að leggja honum, set lyklana í svo ég get stýrt, fer hann bara ekki í gang.
Við ákváðum samt að láta hann vera á verkstæðinu yfir nótt og vélvirkinn ætlar að athuga í fyrramálið hvort hann fari í gang, eða hvort það þurfi að laga eitthvað.