Ljúf jól að baki. Gjafir voru ekki margar enda er maður á þeim aldri að þeim fækkar soldið og maður vissi líka hvað maður fengi í flestum tilvikum enda fólk óvisst hvað það eigi að gefa svona ungum mönnum. Þessvegna finnst mér alltaf gaman að fá eitthvað sem ég veit ekki um. T.d. gaf amma mér íslenska orðabók sem var frábært að eignast, svo fékk ég voða flottar golfkylfur og svona golfhandklæði merkt St. Andrews sem notað er til að hreinsa golfkúlur frá systur mömmu og fjölskyldu hennar. Systir mín gaf mér svo mjög flott bindi sem er í íslensku fánalitunum.
Jólamaturinn var líkt og í fyrra franskar andabringur og ágætar sem slíkar, engar rjúpur svosem en smakkaðist samt ágætlega.
Svo var boð á jóladag hjá okkur þar sem systkini mömmu koma og við borðum hangikjöt og meðlæti með því, en annan í jólum var bara tjill.
Svo er ég búinn að horfa á allan family guy seríu 2 sem ég fékk á dvd í jólagjöf yfir jólin og bara á sjónvarp almennt mjög mikið. Þannig að maður er bara vel haldinn.
Jólamaturinn var líkt og í fyrra franskar andabringur og ágætar sem slíkar, engar rjúpur svosem en smakkaðist samt ágætlega.
Svo var boð á jóladag hjá okkur þar sem systkini mömmu koma og við borðum hangikjöt og meðlæti með því, en annan í jólum var bara tjill.
Svo er ég búinn að horfa á allan family guy seríu 2 sem ég fékk á dvd í jólagjöf yfir jólin og bara á sjónvarp almennt mjög mikið. Þannig að maður er bara vel haldinn.