A site about nothing...

þriðjudagur, desember 30, 2003

Ef þið prufið að fara á google.com og skrifa inn andabringur og velja seinustu síðuna af þeim sem koma upp, sjáið hvað gerist :).
Svona er nú google magnað dæmi, hefði aldrei haldið að hún myndi finna þetta á einhverri lítilli bloggsíðu. Spurning hvort ég ætti að prufa að skrifa eitthvað voðalega skrýtið orð hérna eins og æliner, sem er eyeliner, skv. nýju íslensku orðabókinni minni og renna þessu í gegnum google.
Fór í árbæinn í kvöld á jeppanum og varð fyrir vonbrigðum, reyndi ekkert á hann alla leiðina, búið að ryðja allt og svona. Fór til Káka og við tveir ásamt Gbus og Fjalla P. spiluðum hættuspilið. Tókum tvo leiki, annan þar sem ég vann með yfirburðum, en einhverjir sögðu að ég hefði svindlað því ég leyndi aðeins hversu mörg stig ég væri kominn með, en ég neitaði fyrir það auðvitað. Og í seinna spilinu vorum við hnífjafnir undir lokin allir fjórir. Ég byrjaði illa í seinni leiknum, byrjaði að drekka og ekki leið á löngu þangað til Siggi Sýra var búinn að koma mér í hassið og sprauta í æð. En ég náði að rétta úr kútnum og koma ár minni vel fyrir borð og hefði lítið þurft til að ég myndi vinna aftur.