A site about nothing...

mánudagur, desember 29, 2003

Ég fór á LOTR í gær með Tomma og Ástu. Það hefur verið þannig á hinum tveimur þegar ég sá þær í fyrra skiptið að ég þurfti að pissa í lok myndarinnar útaf því að ég fékk mér kók í hlénu. Í gær var ég með nýtt gameplan, ég fékk mér kókið áður en myndin byrjaði, og þurfti þessvegna að pissa í hlé, sem er betra en að vera í spreng í lok myndarinnar og geta ekki notið hennar. Svo var ég bara góður eftir hlé. Allaveganna þá er myndin náttúrulega snilld og hálfsorglegt að þessu öllu sé lokið. Það er eins og maður hafi verið í þriggja ára ferðalagi og nú er það búið.
Nú þegar búið er að sýna allar myndirnar langar mig að spyrja þá sem lesa þetta blogg hver sé þeirra uppáhaldskarakter úr myndunum, svarið bara í shout out.
Minn er Legolas, ubersvalur karakter.

Þvílíkur glundroði sem blasti við mann í morgun. Búið að fenna eins og ég veit ekki hvað og fólk bara í ruglinu. Ég var svo sniðugur að ákveða að kíkja í bæinn og var þetta einn rosalegasti bíltúr sem ég hef farið á mínum litla bíl. Honum og mér til hróss get ég sagt að ég festist aldrei. Í Rvík skipti ég um bíl og fór í jeppa með frænda mínum og við rúntuðum á milli staða að tjekka á símum, maður sá strætó í einhverju rugli þarna hjá Sprengisandi og fólk fast og svona. Maður er svo óvanur þessu að ég held að margir viti varla lengur hvað eigi að gera þegar svona gerist.
Var að horfa á held ég fyrsta þáttinn af Americas next top model og eitt er víst, það verður fylgst með þessum þætti. Þarna eru samankomnar stelpur sem hafa nægt sjálfsálit fyrir 100 manns þó svo þær voru bara 10 og þetta verður eflaust snilld. T.d. var sýnt þegar stelpurnar fóru í bíkínivax, þar sem þær lágu með lappirnar upp í loftið og heyrði hljóðið þegar hárin voru rifin í burtu og öskrin sem fylgdu. Einnig var ljósmyndataka í bíkíni í þvílíkum kulda að maður hálfvorkennti þeim. Það voru nokkrar þvílíkar bombur þarna og svo voru svona týpur líka. Þær sem mér fannst flottastar voru Nicole og Shannon, mjög svipaðar stelpur útlitslega.