Það er loksins komið þetta alvöru íslenska vetrarveður eins og ég minnist að þau hafi verið. Var að keyra heim frá Fjalarri áðan og ég keyrði á svona 60 alla leiðina úr Reykjavík og flestir gerðu það líka nema einhver jeppahálfviti sem keyrði eins og það væri sumar og toppaðstæður til að keyra, fáviti.
Það var fagnað próflokum í gær, fyrst partý hjá Dabba svo þaðan var farið í Skeifuna þar sem verkfræðideildirnar voru með djamm. Þar var fínasta stemmning og gaman að hitta allt það lið sem þar kom. 6.Y var þarna fjölmenntur því fyrir utan þau okkar sem erum í verkfræðinni núna komu Ragnhildur frá Danmörku, Ásta frá Frakklandi og Marta sem er að læra lögfræði. Það lá við að ég þekkti ekki Tomma enda kallinn kominn með langa ljósa lokka sem hann sveiflar þegar hann labbar, spurning hvort hann eða Ásta hafi síðara hár? Svo var farið í bæinn eftir Skeifudjammið. Sjaldan hef ég verið jafnfeginn að vera í úlpu og í gær, það var suddalega kalt í bænum. Það var svo kalt að nefið á mér var dofið meðan ég stóð í biðröð fyrir utan Celtic Cross, já þið lásuð rétt Celtic Cross. Ég hef aldrei lent í biðröð þar en þetta sýnir kanski hversu margir voru að djamma í gær. Enda voru margir að klára framhaldsskólann og svo Háskólakrakkar að fagna próflokum. Ég fór svo tiltölulega snemma heim. Svo svaf ég út í morgun sem var fáránlega þæginlegt, að liggja svona lúrandi vitandi það að maður þarf ekkert að skríða fram úr frekar en maður vill. Snilld.
Mér er strax farið að líka við þessa jólagjöf til mín, þ.e. að vinna ekki um jólin.
Það var fagnað próflokum í gær, fyrst partý hjá Dabba svo þaðan var farið í Skeifuna þar sem verkfræðideildirnar voru með djamm. Þar var fínasta stemmning og gaman að hitta allt það lið sem þar kom. 6.Y var þarna fjölmenntur því fyrir utan þau okkar sem erum í verkfræðinni núna komu Ragnhildur frá Danmörku, Ásta frá Frakklandi og Marta sem er að læra lögfræði. Það lá við að ég þekkti ekki Tomma enda kallinn kominn með langa ljósa lokka sem hann sveiflar þegar hann labbar, spurning hvort hann eða Ásta hafi síðara hár? Svo var farið í bæinn eftir Skeifudjammið. Sjaldan hef ég verið jafnfeginn að vera í úlpu og í gær, það var suddalega kalt í bænum. Það var svo kalt að nefið á mér var dofið meðan ég stóð í biðröð fyrir utan Celtic Cross, já þið lásuð rétt Celtic Cross. Ég hef aldrei lent í biðröð þar en þetta sýnir kanski hversu margir voru að djamma í gær. Enda voru margir að klára framhaldsskólann og svo Háskólakrakkar að fagna próflokum. Ég fór svo tiltölulega snemma heim. Svo svaf ég út í morgun sem var fáránlega þæginlegt, að liggja svona lúrandi vitandi það að maður þarf ekkert að skríða fram úr frekar en maður vill. Snilld.
Mér er strax farið að líka við þessa jólagjöf til mín, þ.e. að vinna ekki um jólin.