Bíllinn minn er aftur hvatning að bloggi hjá mér. Þannig er mál með vexti að ég fór út í búð í kvöld að kaupa mér nesti. Svo kem ég aftur að bílnum og þá er ljósið inni í bilnum kveikt, sem er mjög óvanalegt. Svo opna ég bílinn og þá heyri ég svona, bíp bíp bíp bíp, stanslaust. Ekkert rosalega hátt en hljóðið kom einhversstaðar frá mælaborðinu eða þar í kring. Ég aðgæti hvort þetta gæti verið ljósin, einhver hurð opin og ýmislegt fleira en finn ekkert og bípið heldur áfram. Ég keyri heim og bípið er í gangi. Þegar ég fer úr bílnum er bípið í gangi og samlæsingin virkar ekki. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég hafi triggerað þjófavörnina þegar ég fór úr bílnum inn í búðina en ég verð að finna hvað þetta gæti verið því ég verð pottþétt geðveikur á þessu bípi ef það heldur eitthvað áfram.
fimmtudagur, desember 04, 2003
|
<< Home