A site about nothing...

laugardagur, desember 13, 2003

Nú er maður bara búinn með meir en helming prófanna þessi jól. Fór í próf í dag í Eirbergi og fékk sæti við glugga. Til að byrja með þá var ég að frjósa, enda skítakuldi úti og svo undir lok prófsins þá get ég svo svarið það að eitthvað skip var að nota flautuna með svona 10 sek millibili og maður heyrði óminn af því, frekar pirrandi. Prófið gekk ekkert spes og ég vissi áður en ég fór í prófið að þetta ætti ekki eftir að vera söltun þannig að það kom manni ekkert á óvart.
Svo í kvöld eru það Todmobile tónleikar sem verður gaman að sjá enda fíla ég hana mjög og svo er það spurning hvort maður reyni að læra eitthvað heima áður en maður fer, eða kíkir á VR í svona tvo tíma eftir mat.
Annars vil ég bara þakka John Terry fyrir sitt framlag í leikjum dagsins, hann lengi lifi: húrra húrra húrra.
Greinilegt að Chelsea getur ekkert án Eiðs, þeir hafa víst unnið alla leiki sem hann hefur byrjað inni á.