A site about nothing...

þriðjudagur, desember 02, 2003

Ég var að pæla. Nú er bíllinn minn ansi skítugur enda eru nagladekkin á bílum borgarinnar búin að éta upp malbikið og tjaran og skíturinn leggst á bílana. Segjum sem svo að það komi massarigning, gæti maður sett tjöruhreinsi og eitthvað svona dæmi til að þvo bíla á bílinn og látið rigninguna bara sjá um verkið? Það væri snilld ef það er hægt því það er leiðinlegra en allt að þvo bíla.
Nú eru 17 dagar þangað til prófin verða búin og ég er eiginlega búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa sjálfum mér í jólagjöf. Það er frí frá því að vinna í HP um jólin. Tilhugsunin um að fá að taka þátt í jólaundirbúningnum er mjög heillandi enda hef ég síðustu 4 ár unnið um jólin. Fríið á svo að nýta í að spila CM og Fifa 2004 af miklum móð og éta á sig gat. Kanski maður láti sjá sig í einhverjum jólaboðum og hitti vinina en það er spurning sko.