Það er bara komið chill eftir að ég ákvað að sleppa efnafræðinni, nú getur maður tekið sér feitar pásur, mætt seinna á morgnana og svona. Og í kvöld t.d. hætti ég hálfsjö eða eitthvað fór heim, á Subway með Einari. Horfði svo á úrslitaþáttinn af Amazing Race. Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum því það lið sem ég hélt upp á af þeim sem eftir voru bara klúðruðu sínum málum bigtime og það fór óendanlega í taugarnar á mér. Svo varð þetta aldrei spennandi og maður vissi hver myndi vinna. Eitt annað reyndar sem fór í taugarnar á mér þegar sigurvegararnir töluðu um reynslu sína og svoleiðis í lokin. Endalaust steikt þegar samkynhneigði gaurinn sagði: "Við sýndum að samkynhneigt er eins og annað fólk og getur gert hluti eins og venjulegt fólk" eitthvað á þessa leið. Döh hver veit ekki að samkynhneigt fólk geti gert það, heldur gaurinn þetta virkilega að allir aðrir haldi að samkynhneigt fólk sé eins og t.d. fatlað fólk og geti ekki gert alla hluti sem gagnkynhneigt fólk geti gert? Þetta fannst mér mjög heimskulegt.
Í gær bilaði bílinn endanlega. Ætlaði að fara í bankann og redda einhverju máli þegar bíllinn neitaði að fara í gang í skólanum. Ég hringdi í einhvern gaur, lýsti þessu fyrir honum og leyfði honum að heyra hljóðið í vélinni, hann sagði: "þetta er svissbotninn" og ég sem hélt að startarinn væri fucked up, miðað við sem annar viðgerðaraðili hafði sagt. Well ég fór og keypti stykkið sem vantaði með hjálp bróður míns og var þetta stykki svona einn sentimeter í breidd og tveir að lengd, hringlaga. Þegar ég heyrði orðið svissbotn hélt ég að þetta væri eitthvað huges stórt. Svo kom Árni Béé frændi minn og dró mig á verkstæðið.
Þegar við vorum komnir hjá BSÍ sá ég ekki neitt því það var rigning og rúðuþurrkurnar virkuðu ekki. En ég þurfti auðvitað að sjá útum gluggann til að sjá bremsuljósin hjá honum og hvort taugin væri ekki strekkt. Brá ég því á það ráð að taka blaðið af rúðuþurrkunni, hafa rúðuna opna og var svona "mennsk rúðuþurrka" alla leiðina á verkstæðið, frekar fyndið.
Svo ég víki aftur að kvöldinu í kvöld þá eftir Amazing fór ég með Einari á eitthvað svona getogether hjá fyrsta árinu í lækninum og þar heyrði ég snilldarsögu um þá samkeppni sem ríkir í klásus. Ein stelpan sagði frá því að það hefði verið stelpa á sama tíma og hún í klásus og var alltaf eitthvað leiðinleg við hana þar sem þær voru að læra á bókhlöðunni. Varð þetta svo slæmt að þessi stelpa reyndi einhverju sinni að hrinda stelpunni sem sagði frá í stiga. Hversu langt þarf fólk að ganga í samkeppni að vilja hrinda fólki í stiga?
Jæja þetta var hrikalega löng færsla.
góða nótt
Í gær bilaði bílinn endanlega. Ætlaði að fara í bankann og redda einhverju máli þegar bíllinn neitaði að fara í gang í skólanum. Ég hringdi í einhvern gaur, lýsti þessu fyrir honum og leyfði honum að heyra hljóðið í vélinni, hann sagði: "þetta er svissbotninn" og ég sem hélt að startarinn væri fucked up, miðað við sem annar viðgerðaraðili hafði sagt. Well ég fór og keypti stykkið sem vantaði með hjálp bróður míns og var þetta stykki svona einn sentimeter í breidd og tveir að lengd, hringlaga. Þegar ég heyrði orðið svissbotn hélt ég að þetta væri eitthvað huges stórt. Svo kom Árni Béé frændi minn og dró mig á verkstæðið.
Þegar við vorum komnir hjá BSÍ sá ég ekki neitt því það var rigning og rúðuþurrkurnar virkuðu ekki. En ég þurfti auðvitað að sjá útum gluggann til að sjá bremsuljósin hjá honum og hvort taugin væri ekki strekkt. Brá ég því á það ráð að taka blaðið af rúðuþurrkunni, hafa rúðuna opna og var svona "mennsk rúðuþurrka" alla leiðina á verkstæðið, frekar fyndið.
Svo ég víki aftur að kvöldinu í kvöld þá eftir Amazing fór ég með Einari á eitthvað svona getogether hjá fyrsta árinu í lækninum og þar heyrði ég snilldarsögu um þá samkeppni sem ríkir í klásus. Ein stelpan sagði frá því að það hefði verið stelpa á sama tíma og hún í klásus og var alltaf eitthvað leiðinleg við hana þar sem þær voru að læra á bókhlöðunni. Varð þetta svo slæmt að þessi stelpa reyndi einhverju sinni að hrinda stelpunni sem sagði frá í stiga. Hversu langt þarf fólk að ganga í samkeppni að vilja hrinda fólki í stiga?
Jæja þetta var hrikalega löng færsla.
góða nótt