A site about nothing...

miðvikudagur, desember 24, 2003

Bíllinn var þvílíkt skítugur þannig að ég ákvað að þvo hann í dag. Baðaði hann í tjöruhreinsi, fékk hluta af honum í augun sem er ekki gott. Svo held ég að ég ætli aldrei aftur að handþvo bílinn. Þessir burstar sem maður fær skilja oft eftir skít á bílnum ef maður er eitthvað að skrúbba bílinn, svo er þetta leiðinlegt og maður fær verki í handleggina á stöðum sem maður fær vanalega aldrei verki.
Fór í bæinn í kvöld. Þetta er held ég í annað skipti á ævi minni sem ég fer i bæinn á Þorláksmessu, því seinustu ár hef ég verið að vinna og svo þar fyrir utan þá þegar ég var yngri þá var alltaf jólatréð skreytt. Anyhoo þá fór ég með Tuma, Martin, Helgu, Ella og Heiðdísi á Bubbatónleika. Ég var næstum hættur við þegar ég heyrði verðið, heilar 2500 krónur takk fyrir. Svo áður en tónleikarnir hófust fórum við aðeins á laugarveginn. Ég þurfti að kaupa eina gjöf og fór því að gera það. En hætti snögglega við þegar ég sá röðina í þeirri búð sem ég ætlaði í. Kaupi gjöfina bara á morgun.
Bubbi tók alla smellina, eða svona hérumbil. Dissaði fulla fólkið sem hrópaði á milli laga og alþingismenn. Kallinn spilaði í tvo og hálfan tíma sem gerir 1000 kall á klukkutímann. Þannig að hann fær hrós fyrir að vera svona lengi. Nú tónleikarnir kláruðust um tólf leytið og þá fórum við á Ingólfstorg þar sem okkur hafði verið sagt að fólk myndi ganga í kringum einiberjarunn og syngja. Þarna var komið alveg 30 manns eða svo og helstu jólalög tekin. Svo óskaði maður öllum gleðilegra jóla og svo er maður bara kominn heim. Verkefni morgundagsins er að redda jólagjöf, það reddast.