A site about nothing...

fimmtudagur, október 09, 2003

Helgin bara framundan. Mikil knattspyrnuveisla verður. Fyrst er náttúrulega mikilvægasti landsleikur sem Ísland hefur leikið á móti Þjóðverjalandi. Svo væri ekki leiðinlegt að horfa á England Tyrkland þar sem allt verður væntanlega á suðupunkti. Svo inn á milli þess sem maður horfir á boltann verður maður víst að læra ef maður ætlar ekki að eiga allt eftir á næsta fimmtudagskvöld.
Ósætti með Bachelor í kvöld, þátturinn lengri en vanalega og engin rekin heim. Geðsjúka stúlkan var algjörlega að flippa og er greinilega mikið case. Á einni viku taldi hún sig vera orðin besta vinkonu annarrar stelpu sem var ekki á sömu nótum og case-ið höndlaði það ekki. Rosalegt.
Fór í sund í dag og var frekar dasaður á eftir. Kanski engin furða þar sem maður er að rífa sig upp og byrja að hreyfa sig reglulega eftir langan tíma. Þetta verður vonandi orðið gott eftir 3 vikur til mánuð.
Er að hlusta á fyrsta diskinn af 10 af safni sem ég náði í með Radiohead nýlega sem heitir Towering above the rest. Þarna er allt að finna sem manni getur dottið í hug og skyldueign aðdáandans.