A site about nothing...

sunnudagur, október 05, 2003

Fór útí verslun áðan og þeir selja ekki bara matvörur heldur líka föt og einhver búsáhöld og svo eru þeir með golfsett þarna. Fyrr í sumar hefði ég ekki litið á þetta en í kvöld grandskoðaði ég þetta, svona var að meta hversu gott sett þetta væri og eitthvað þannig. Það er greinilegt að golfbakterían hefur bitið mig en ég vona að hún nái ekki einhverjum heljartökum á mér þannig að ég fari í og fái mér alklæðnað í golfi eins og Tiger Woods notar og sama sett af kylfum til að verða betri kylfingur hehe.

The Bachelor er úrvalssjónvarpsefni. Ein gellan þarna sem mér fannst í fyrstu bara að vera á eftir peningunum hans og eitthvað ákvað bara að hætta í öðrum þætti og fyrir það jókst álit mitt á henni. Ein stelpan höndlaði þetta ekki og fór að væla eins og ég veit ekki hvað. Sú stelpa er svona geðsjúka stelpan sem verður alltof hrifin og eitthvað þannig rugl. Þessi stelpa sem hætti var víst einhver rosa vinkona hennar. Svo er ein þarna sem komst áfram algjör fyllibytta og hefur ekki stjórn á sér, hann valdi hana en sleppti að velja Elizabeth sem var temmilega foxy, skil þetta ekki.
Eitt fannst mér soldið merkilegt þó. Hann fór á svona hópstefnumót á Lakers leik og Shaq heilsaði honum, faðmaði gaurinn eitthvað að sér og sagðist hafa verið með honum í gagnfræði eða menntaskóla. Svalur gaur greinilega.

Próf á morgun í Örtölvu og Mælitækni, er ekki að fara að brillera í því sko. Ég er ekki einu sinni með neitt af skiladæmunum mínum til að vita hvort ég hafi verið að gera eitthvað rétt í þessu fagi. Það er held ég samt sniðugt að mæta, svo gengur manni illa og þá virkar það sem spark í rassinn og maður tekur sig á, vona ég.